Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Blaðsíða 25
ORÐ, MYND: UARÐ, MUND: VOARÐ, MOAND
hafði mörgum sinnum á orði, bæði í opinberum viðtölum og við þann
sem þetta skrifar, að hann væri að upplagi rithöfundur sem þyrfti að
vinna fyrir sér sem myndlistarmaður.
Það er ljóst af öllu sem dregið hefur verið ffam í dagsljósið um æsku og
uppvöxt Dieters að hann var ákaflega bókhneigt ungmenni.5 I skóla var
einnig haldið að honum verkum stórskáldanna, Goethes og Schillers,
auk þess sem ritskoðaðar útgáfur af verkum heimspekinganna Schopen-
auers og Nietzsches voru notaðar til innrætingar honum og öðrum
óhörðnuðum þýskum unglingum á árunum fyrir seinni heimsstyrjöld.
Að ógleymdri svokallaðri erfðafræði Houston Stewart Chamberlain, sem
var einn af hugmyndafræðingum nasismans.6 Þessi bókmenntalega og
heimspekilega ítroðsla varð tdl þess að vekja með Dieter megna andúð á
bókinni sem boðbera altækra sanninda. I viðtah við breska myndlistar-
manninn Richard Hamilton sagði hann um þýsku stórskáldin: „Eg varð
svo sár út í þessa kalla að ég hugsaði með mér, ég skal ná mér niðri á
þeim, hefna mín.“ I því ljósi ber að skoða sérstaka „umritun“ Dieters á
Nietzsche frá því á 9. áratugnum, en þá fór hann skipulega í gegnum
heildarútgáfuna á verkum hans og strikaði með svörtum penna yfir orð-
ið nicht alls staðar þar sem það kom fyrir. Eins og nærri má geta varð út-
koman æði „neikvæð“.
Það er ef til vill við hæfi að fyrstu sjálfstæðu tilraunir Dieters á vett-
vangi ritlistar skuh hafa sprottið upp úr hugmyndafræði sem var að stofhi
myndlistarleg, nefnilega forsendum konkretmyndlistarinnar svonefndu
sem var ríkjandi framúrstefha í Sviss, þar sem hann bjó fram á miðjan
sjötta áratuginn. Konkretmyndlistin var harðsvíraðri útgáfa af geó-
metrísku myndlistinni sem skaut rótum á Islandi snemma á sjötta ára-
mgnum. Hollenski myndhstarmaðurinn Theo van Doesburg hafði skil-
greint konkretmyndlist með efdrfarandi hætti nokkru áður: „Hún kallar
á óhlutbundna myndgerð, þar sem innviðir draga hvorki dám af náttúru-
legum fyrirbærum, né heldur þjóna þeir ljóðrænum eða táknrænum
markmiðum. Þessir innviðir eiga að vera einfaldir, mjög nákvæmlega út-
5 Sama rit, bls. 14—30.
6 Úr óbirtum viðtöhim höfundar við DR, 1983-86.
Barbara Wien, ritstj., Gesammelte Interuietvs, London: Edition Hansjörg Mayer,
2002. Þýð. AI.
23