Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Blaðsíða 99
ORÐ EÐAMYND
að meira sé um myndlíkmgar í táknmálum en áður hefur verið haldið
fram.36
Brennan bendir á að mjög oft sé myndlíkingarsamband á milli forms
og merkingar í táknum. Þannig er rýmið gjarnan notað til að sýna hvað
er jákvætt og hvað neikvætt. I íslensku notum við orð eins og „upp“ og
„niður“ til að tala um góðar eða slæmar tilfinningar eða jafnvel líkamlega
heilsu. Dæmi um þetta eru orð eins og „uppörvandi“ og „niðurdreginn“
sem á mjög myndrænan hátt nota orð tengd rýminu. Táknmál nota hér
rýmið í bókstaflegri merkingu: tákn neikvæðrar merkingar hafa gjaman
hreyfingu niður á við eins og ÞREYTTUR, LEIÐUR, og á sama hátt er
hreyfingin oft upp á við í jákvæðum táknum, t.d. HRESS. Brennan hef-
ur líka sýnt fram á fjölmörg tákn í breska táknmálinu, BSL, sem við
fyrstu sýn virðast alls óskyld en hafa öll svipaða hreyfingu í tákninu. Þeg-
ar betur er að gáð eiga táknin þó sitthvað sameiginlegt. Þetta era tákn
eins og HEADLIGHTS, SUN, T.V.PROGRAMME, MICROWAVE
OVEN, ALAGIC, DISHWASHER, SHOWER og felur merking þeirra
allra á einhvern hátt í sér að geislar berist frá hlutnum eða þá að eitthvað
(t.d. vatn) streymi frá þeim.37 Sambandið milli forms táknanna og merk-
ingar þeirra er því klárlega ekki einber tilviljun. Fleiri dæmi eru um
myndlíkingar í táknmálum á sama hátt og í raddmálum.
Samkvæmt Brennan er nánast engin orðmyndun tilviljanakennd í BSL
heldur er langoftast unnt að sjá samband milli forms og merkmgar, form-
ið er ekki hending heldur er um að ræða myndlíkingu. Þetta samband
forms og merkingar telur hún að hafi áhrif á myndun nýrra tákna þannig
að við leitum ósjálfrátt að þessu sambandi í orðmyndun og finnum nýjar
leiðir til að nota myndlíkingarsambandið. Samband forms og merkingar
er því hvati fyrir orðmyndun í táknmálum. Sagt hefur verið að í táknum
með huglæga merking'u sé óhklegra að samband sé milli forms og merk-
ingar. Brennan, sem heldur því fram að BSL sé gegnsýrt af myndhking-
um, segir að í BSL sé hægt að sjá skýrt samband á milli forms tákna og
huglægrar merkingar þeirra og sé formið í þessum táknum síst tilviljana-
Role of Metaphors“ í Current Trends in European Sign Language Research, Proceed-
ings of the 3rd European Congress on Sign Language Research, ritstj. S. Prillwitz
ogT. Vollhaber, Hamburg: Signum-Verlag, 1990, bls. 205-228, bls. 219.
36 Sama rit, bls. 219.
37 Sama rit, bls. 221.
97