Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Blaðsíða 18
AUÐUR ÓLAFSDÓTTIR
Hann er röskur meðalmaður
á hæð og gildur að sama
skapi/ svarar sér vel og rek-
inn saman um herðarnar,
sem eru dálítið lotnar og
kúptar. Hálsinn er tiltakan-
lega stuttur en mjög gildur og
er til að sjá eins og höfuðið
standi fram úr bringunni, er
hann gengur lotinn. Hann er
mjög hárprúður, hárið mikið
og fagurt, dökkt á lit og brúnt
alskegg, sem tekur niður að
bringu. Hann er tiltakanlega
vel eygður, móeygður og
fremur stóreygður; augna-
ráðið stillt, blíðlegt og eins og
biðjandi og ógleymanlega
fagurt.
fræðigreinin
sér mótaða að-
ferðaffæði og setur kenningar
sínar fram á kerfisbundinn hátt
eins og önnur hugvísindi.
Listasagan
er
ekki ein og
óskipt fremur en önnur saga,
listasagan er þekldngarfram-
leiðsla og þekking sem sett er
fram er í sjálfri sér merkingar-
skapandi. Framleiðsla á lista-
sögu byggir líkt og önnur saga
á huglægu vali, á listúrdrætti.
Sömu sögu er reyndar að segja
um innkaup safna á list, þess
vegna er hart deilt um þá
ábyrgð sem listasöfn bera á
skráningu listasögunnar með
vali sínu handa ffamtíðinni.
Orðræða listfræðinnar er
breytileg eftir tímabilum og
túlkunaraðferðum og að
nokkru leyti hefur ffæðigrein-
in þróast samhliða breytingum á listinni.9 Um leið hefur starfsstdð list-
fræðinga breyst og spannar, auk hefðbundinna mynd 1 istargrei na, þau
svið sem kennd eru við sjónræna menningu, s.s. myndasögur, auglýsing-
ar, ljósmyndir og kvikmyndir. I dag eru margar viðurkenndar hugmynd-
ir í gangi um hvernig hægt sé að skrifa um myndlistarverk og álitið að
hægt sé að búa til margar tegundir af listasögu. Mismunandi Hstsögu-
skoðanir eða greiningaraðferðir (e. methodologies of art-historical analysis)
eru mismunandi aðferðir við að skilja listaverk, mismunandi nálgunar-
leiðir, þær snúast ekki um að tæma listaverkið af merkingu sinni. Orð-
ræða um myndlist er í besta falli tdllaga að merkingu. Að vera „læs“ á
myndlist er því að geta gert sér hugmynd um ólík merkingarsvið sama
Birgir Andre'sson, Mannlýsing (Lesbók
Morgunblaðsins 22. febi~úar 2001).
Rannsóknaraðferðir Iistfræðinnar eru í stöðugri þróun og breytinguin undirorpnar,
að nokkru leyti í samræmi við breytingar á inntaki mjmdlistar. Það svið sem telst til
myndlistar í dag er miklu víðara en fyrir 50 árum svo ekki sé talað uin fyrir 100
árum.
ió