Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Blaðsíða 54
ULFHILDUR DAGSDOTTIR
Ljóðið er eitt af dæmunum sem ég
nota þegar ég fjalla um sjónmenningu
í kennslu og fyrirlestrum. Þar hef ég
iðulega lagt út af frösum á borð við
þann sem er í titli greinarinnar: „Það
gefur auga leið“. I daglegu tali vísar
þetta orðatiltæki til þess að eitthvað sé
gefið, augljóst og þurfi ekki frekari
vimanna við, það gefur auga leið og
þarf ekki að ræða frekar. En þessurn
frasa má auðveldlega snúa á haus líkt
og mörgum öðrum orðatiltækjum sem
nota augu og sjón sem tryggingu fyrir
hinu sannleiksbæra og sjálfsagða: Það
gefur auga leið - hvert? A hvaða leið er
þetta auga? I stað þess að sjá þetta
augnablik sem kyrrstöðu eða stöðnun
má auðveldlega lesa inn í það hreyf-
ingu, ferli, þar sem augað er á leiðinni
eitthvað, í leit að einhverju til að skyggnast inn í og skoða. Það mætti því
fullt eins hugsa sér að það sé búið að opna þessu auga leið inn í heim full-
an af skemmtilegum hlutum sem hægt er að sjá á svo margan hátt. I stað
þess að taka þessum fyrirbærum sem gefnum hefur þetta ferðaglaða auga
öðlast innsýn inn í þau - það er eftir allt á leiðinni eitthvað - því hafa
opnast allir þeir ólíku möguleikar sem bjóðast til að horfa á heiminn.
Þannig gemm við snúið þessu orðatiltæki við og í stað þess að sjá það
sem staðfestingu á hinni einsýnu hugmynd sem ríkir í vestrænni menn-
ingu um sjón og áhorf sem flatt, túlkunarlaust fyrirbæri, þá er það orðið
að lifandi túlkandi auga, því sem Chris Jenks vill kalla „artful“, hið list-
ræna auga sem sér ekki hlutina eins og þeir eru, heldur einmitt sér í
gegnum þessa hugmynd um að eitthvað geti bara verið eins og það er,
séð með berum augum.3 Þetta auga er klókt og það veit að allt sem það
vekja áhuga og umræðu um ljóð almennt og hefur það gefist vel. Oskar Arni er held-
ur ekki einn um að bregða á þennan leik, hann hefur þýtt ljóð af svipuðu tagi og svo
má auðvitað ekki gleyma orða- og bókstafaleikjum Dieters Roth.
3 Chris Jenks, „The Centrality of the Eye in Western Culture: An Introduction“, í
Visual Cultare, ritstj. Chris Jenks, Routledge, London og New York 1995, bls. 10.
JARÐAKPÖR 1 RIGNINGU
ii iz iiiiiiiiiiii
Öskar Ami Öskarsson, „Jarðarfdr í
rigningu
52