Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Blaðsíða 180
WJ.T. MTTCHELL
vegar í þeirri fullyrðingu að táknfræðin sé vísindi, þeirri fullyrðingu að
hún hafi ekki aðeins breytt leikreglunum heldur hafi fræðilega skýringu
á því af hverju þessar reglur verða að gilda í leiknum. Það færi betur á
því, að mínu viti, að skilja táknfræði á svipaðan hátt og við skiljum mæl-
skulist endurreisnarinnar, sem frjósamt meta-mál sem getur af sér enda-
laust tengslanet greinarmuna og táknffæðilegra „eininga“. I mælskulist
endurreisnarinnar má sjá nákvæmlega sömu tilhneigingu til að margfalda
nöfn á stílbrögðum og myndmáli orðræðunnar og sömu tilhneigingu til
að gera þetta myndmál að sjálfstæðum einingum. Þannig lýsir Gerard
Genette þessu ferli:
Það er auðvelt að skilja ... hvernig mælskufræðin skapar mynd-
líkingar; hún sér eiginleika í textanum sem mögulegt er að hafi
ekki verið þar - skáldið lýsir (í stað þess að auðkenna ineð
orði), samræðan er stuttaraleg (í stað þess að vera samhang-
andi); síðan efhisgerir hún þennan eiginleika með þvd að nefha
hann - textinn er ekki lengur lýsandi eða stuttaralegur, hann
inniheldur lýsingu eða stytting. Þetta er gömul skólaspeki: ópí-
um svæfir mann ekki, það býr yfir svæfandi krafd. I mælskulist-
inni er að finna ástríðufyrir að nefna sem er aðferð sjálfs-víkk-
unar og sjálfs-réttlætingar: hún verkar með því að fjölga
hlutunum í þekkingarsviði manns ... Upphafhing í mælskulist
er tdlviljunarkennd. Það sem skiptir máli er að hefja upp og
koma þannig á fót Bókmenntalegum virðingarstiga.18
Á líkan hátt má skilja táknfræði sem upphafningaraðferð, sem eykur virð-
ingu hvers konar tákna og boðskiptalegra athafha. Það er varla tilviljun
að táknfræði brýtur niður girðingar fagurfræðilegrar úrvalshyggju og
„hins bókmenntalega“, og breiðir úr sér yfir í svið dægurmenningar,
venjulegs máls og inn á svið líffræðilegra og vélrænna boðskipta. Tákn
eru alls staðar; það er ekkert sem ekki er annaðhvort tákn eða gæti mögu-
lega verið það. Virðingartitill „merkingarinnar“ er öllu gefinn, allt frá
orðalyklum til erfðalykla. Náttúra, Samfélag, Undirmeðvitundin verða
öll að „textum“, gegnsýrðum af táknum og myndmáli sem vísa aðeins til
annarra texta.
Ég myndi halda að þetta væri kjöraðstaða fyrir nafnhyggjusinna, fyrir
18 Figures of Literary Discourse, þýð. Alan Sheridan (New York: Columbia University
Press, 1982), bls. 53.
178