Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Page 5
Myndmál hversdags og ljóða
Leiða líkingar til axikins skilnings á hlutum, fyrirbærum og hugmyndum,
eða eru þær tdl þess fallnar að blekkja okkur og læsa inni í viðteknum
skilningi á heiminum? Við spurningum á borð við þessar er leitað svara
í þessu hefti Ritsins. Hugmyndir bókmenntafræðinga, heimspekinga og
málvísindamanna um myndlíkingar eru þölbreyttar og hafa þróast og
breyst í aldanna rás. Umræðan er á stundum helst tengd við retóríska
greiningu á skáldskapartexta en tmdanfarna áratugi hafa fræðimenn gert
tilraun til að ná utan um hvemig við beitum líkingum í daglegu tah og
hvemig þær móta hugsun okkar og athafnir.
Kraftur myndlíkinga í áróðri er til dæmis vel þekktur. I Islenskri stíl-
fræði bendir Þorleifur Hauksson á „að notkun líkinga sé ein áhrifaríkasta
leiðin til að móta eða stýra afstöðu lesenda eða áheyrenda. Þær umbreyta
veruleikanum fyrir augum viðtakenda, sýna hið óhlutstæða, almenna,
framandlega í ljósi hins hlutstæða, einstaklingsbundna og alþekkta."1
Þorleifur nefnir „jámtjald“ Churchills sem dæmi um gríðarlega áhrifa-
mikla myndlíkingu sem breytti skilningi manna á þróun heimsmála og
ffnir vikið einnig gjörðum þeirra. A kosningavetri er því full ástæða til að
fylgjast vel með líkmgamáli og áhrifum þess. Þar ber mikið á ýmiss kon-
ar stríðslíkingum, sumir flokkar em „í sókn“, aðrir „á undanhaldi“, sum-
ir em í „framvarðasveit“ flokkanna en allir em „í baráttuhug“. Og flest-
ir flokkar virðast orðnir „grænir“ á lit. Talsmenn Frjálslynda flokksins
nota óspart líkmgar eins og „flóð“, „straumur“ og „flæði“ í umræðu um
innflytjendur; eins og þegar þeir leggja áherslu á nauðsyn þess „að stjórna
flæði erlends vinnuafls“ til landsins. Þegar varaformaðurinn Magnús Þór
1 Islensk stílfraði, ritstj. Þorleifur Hauksson, Reykjaták: Styrktarsjóður Þórbergs
Þórðarsonar og Margrétar Jónsdóttur Háskóla Islands og Mál og menning, 1994,
bls. 115.
3