Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Page 6
INNGANGUR RITSTJORA
Hafsteinsson ræddi fjölgnn útlendinga í ræðu á Alþingi 7. nóvember
2006 taldi hann að „hér stefndi í stórslys fyrir íslensku þjóðina“ og fullyrti
að 1. maí árið 2006, þegar ný lög um erlent vinnuafl tóku gildi, hefði
verið „svartur dagur í sögu þjóðarinnar“ því síðan hefði „erlent vinnuafl
flætt inn í landið sem aldrei fyrr.“2 3 Það er augijóst hvers konar áhrif lík-
ingamáh á borð við þetta er ætlað að hafa - þegar komu údendinga tíl
landsins er lýst sem „flóði“ og „stórslysi“ á „svörtum degi“.
Myndhvörf eru viðfangsefni ijögurra af sex frumsömdum greinum
heftisins, en að auld birtast hér þýðingar tveggja greina á þessu sviði.
Fyrst ríður á vaðið Bergljót SofSa Kristjánsdóttir sem notar greiningu á
dróttkvæðum vísum úr Gísla sögu til að ræða ýmsar nýjar kenningar um
metafórur og sýnir fram á hvernig njhr skilningur á myndlíkingum geti
skýrt fýrir okkur fornan Heðskap. Hún leggur áherslu á hvermg hkingar
eru ekki eingöngu retórískt fýrirbæri heldur einnig „hversdagsleg og kvik
einkenni á mannlegri hugsun og máli“. Þegar forn kveðskapur er leshm
með hliðsjón af þessum kenningum fæðist nýr skilningur, ný túlkun.
Tungumál læknavísindanna er ekki undanskilið líkingamálinu. Guð-
rún Lára Pétursdóttir vitnar í grein sinni til Lakoffs og Johnsons sem
segja: „Hið venjubundna hugmyndakerfi okkar, sem við byggjum bæði
hugsun og gjörðir á, er í grundvallaratriðum byggt á inyndhvörfum.“J
Guðrún Lára ræðir hvernig líkingamál lækna er öðium lögmálum háð
en líkingalegur skilningur sjúklingsins og hvernig þetta getur skapað
árekstra milli þessara hópa. Ur líkömum sjúklinga liggur leiðin í kynlega
líkama sæborgarinnar. Úlfhildur Dagsdóttir ræðir hvernig orðræðan um
tengsl vélar og líkama, orðræða sæborgarinnar, flakkar á milli kynja. Ulf-
hildur sýnir fram á hvernig líkingamálið sem þessu tengist er ekki allt
sem það er séð og viðteknum hugmyndum okkar um tengsl líkama og
vélar þannig oft snúið á haus. Loks er hér fjallað um annars konar borgir,
sem reyndar er einnig á stundum skírskotað til með kroppslegri líkingu
þegar talað er um borgarlíkamann. I greiningu Inga Björns Guðnasonar á
skáldsögunni Borg eftir Rögnu Sigurðardóttur kemur skýrt fram hvernig
umræða um borgina er bundin margháttuðu líkingamáli.
2 Sjá vef Alþingis: http://www.althingi.is/raeda/133/rad20061107T140921.html og
http://wwwtalthingi.is/raeda/133/rad20061107T134041.html. Leturbreytingar
okkar.
3 George Lakoff og Mark Johnson, Metaphors We Live By, Chicago: The University
of Chicago Press, 1980, bls. 3.
4