Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Page 7
MYNDMÁL HVERSDAGS OG LJÓÐA
Tvær greinar heftdsins eru af öðrum toga. Svanur Kristjánsson fjallar
um hugmyndir á Alþingi og meðal sveitarstjórnarmanna um lýðræði á
áratugunum í kringum aldamótin 1900 eins og þær komu fram í löggjöf
og umræðum um almennan kosningarétt til bæjarstjórna og um beina
kosningu borgarstjórans í Reykjavík. Þá beitir Alda Björk Valdimars-
dóttir kenningum sálgreiningarinnar til skýringar á einni helstu skáld-
sögu Steinunnar Sigurðardóttur, Ttmaþjófnmn, og sýnir fram á hve frjó
slík greining getur verið og opnað fyrir lesandanum nýja sýn á verkið.
Tvær þýðingar um líkingar birtast í þessu heftd, annars vegar á þekktri
grein Pauls de Man um þekkingarfræði myndhvarfa og hins vegar grein
Margaret H. Freeman sem byggir á annarri ffæðahefð, hugrænni mál-
fræði, í tdlraun til að setja fram greiningarlíkan á myndhvörfum. Inngang
að grein de Man skrifaði Benedikt Hjartarson og Bergljót Soffía Kristj-
ánsdóttir fýlgir grein Freeman úr hlaði.
Þá eru í hefdnu þýðingar ljóða Michaels Ondaatje, en hann var gest-
ur á kanadískri menningarhátíð í Kópavogi haustið 2006. Ondaatje er
einn þekktastd höfundur Kanada, á rætur að rekja til Sri Lanka, og í
skáldskap sínum, ljóðum og skáldsögum, hefur hann sýnt fram á mögu-
leika tungumálsins til að tjá heim á hreyfingu, fólksflutninga, menningar-
tilfluming og samblöndun og árekstur menningarheima. Hann veitti
Ritinn góðfúslega leyfi tdl að birta þýðingar Aðalsteins Asbergs Sigurðs-
sonar á tveimur ljóðum eftdr sig.
Myndverkin sem hér birtast eru eftir Hrafnkel Sigurðsson, en hann
hefur meðal annars vakið athygli fýrir ljósmyndaverk sín, þar sem fyrir-
myndin virðist oft umbreytast í eitthvað allt annað í verkinu, en verk
hans prýðir jafhframt forsíðu heftisins.
Námskeið í samvinnu Bergljótar Soffiu Kristjánsdóttur og Þorsteins
Gylfasonar við Háskóla Islands haustið 2004 og síðar málþing um mynd-
líkingar sem haldið var í minningu Þorsteins er kveikjan að þessu hefti
Ritsins. Málþingið fór ffam í húsakynnum Þjóðminjasafnsins þann 26.
mars 2006. Þar fluttu á annan tug fýrirlesara erindi um myndhvörf og
eru þrjár greinanna sem hér birtast að nokkm byggðar á erindum sem
þar voru flutt. Við undirbúning og vinnslu heftdsins nutum við liðsinnis
Bergljótar og kunnum við henni bestu þakkir fýrir ómetanlega aðstoð.
Gunnþónmn Guðmundsdóttir og Olafur Rastrick
5