Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Qupperneq 16
BERGLJÓT SOFFÍA KRISTJÁNSDÓTTIR
æskilegt er. Hér á eftir ætla ég því að gera dálitla tílraun. Ég ætla að tæpa
á fáeinum atriðum í hugmjmdum nokkurra fræðimanna og sýna með
dæmum að þau geti nýst til að beina sjónum manna á nýjar brautir Hð
túlkun Kkinga. Dæmi tek ég af kenningum í styttri gerð Gísla sögu.
Astæðan til þess að ég sæki fremur í fornan ktæðskap en nýjan er einföld.
Við skýringar dróttkvæðra vísna - og annarra vísna skálda sem oftast
yrkja undir dróttkvæðum hætti - hefur kennslubókin Snorra Edda lengst-
af verið megimdðmiðið ásamt klassískri mælskufræði. Því hefur stundum
verið lögð ríkari áhersla á að kenningar væru ,staðlað‘ retórískt hTÍrbæri,
bundið formi skáldskaparhefð, en að þær væru að hluta til líkingar
og/eða nafnskipti, hversdagsleg og kvik einkenni á mamilegri hugsun og
máli.3 Kenningarnar hafa líka stundum verið afgreiddar sem furðu lokað
kerfi er byði ekki upp á nema lítils háttar sveigjanleika og tengdist tak-
markað öðrum einkennum í máli, segjum t.d. nafhskiptum, íróníu, orða-
leikjum og andstæðum.4 Eða með öðrum orðum: Sjálf afstaðan til skáld-
skaparmáls dróttkvæða hefur ekki alltaf tekið nægilegt mið af þeim
fjölbreytileika og þeirri nýsköptm sem er almennt einkemii málnotkunar.
Fyrir vikið standa menn uppi með skýringar- og túlkunarhefð sem kaim
að verða til þess að þeir úthýsi hinu sérstæða og nýja í skáldskaparmálinu
- ómeðvitað ef ekki meðvitað. Við bætist að ekki hafa allir verið á einu
máh um aldm vísna í Islendingasögum og memi hafa haft mismikinn
áhuga á þeim sem einingum í frásagnarheild. Því hafa vísurnar gjarna
verið skýrðar án þess að nægur gaumur væri gefinn að lausamálinu sem
fórur - eða kenningum eins og Davíð kýs að nefha þær. Sjá t.d. Þorsteinn Gylfason,
Að bugsa á íslenzku, Reykjavík: Heimskringla. 1996, bls. 141-54 og 211-225; Davíð
Erlingsson, „Frumdrög til fagurfræði. Þekkingarfræði þess nykraða og feginleikans“,
SkoiTdœla gefin út í minningu Sveins Skorra Höskuldssonar, ritstj. Bergljót Soffi'a
Kristjánsdóttir og Matthías Viðar Sæmundsson, Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2003,
bls. 43-56; sami, ,JVlanneskja er dýr og henni er hætt. Um nykrað“, Gripla 10, 1998,
bls. 49-61; Stefán Snævarr, Fra Logos til Mytos. Metaforer, mening og erkjennelse.
Kristiansand: Sokrates AS, 2003.
3 Dæmi um það er bók Rudolfs Meissner Die Kenningar der Skalden. Ein Beitrag zur
skaldiscben Poetik, Bonn og Leipzig: Kurt Schroeder, 1921. - Enda þótt sitthvað hafi
verið skrifað af fræðiefni um kenningar á síðustu öld og hugmjmdir í anda Meissners
sætt gagnrýni, virðast skýringar vísna í útgáfum enn markast um of af hugmyndum
um kenningar sem staðlað retórískt fyrirbæri.
4 Ekki þarf að fletta lengi í ritröð Hins íslenska fomritafélags til að sjá að þessi er ein-
att raunin. Sú ritröð hefur haft mildl áhrif á vísnaskýringar í íslenskum lestrar-
útgáfum og sömuleiðis þýðingar þeirra á önnur mál.