Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Síða 17
ER DAÐIN DAÐ OG ORLATU MENNIRNIR ORLATIR?
þær tengjast. Nægur segi ég, af því að vísumar eru að minnsta kosti hluti
af sögu - hvort sem þær hafa verið til í öðru samhengi fyrr eður ei - og
sagan kallar á að hún sé greind sem slfk.
Við útgáfu fomrita hef ég reynt hvaða skorður hefðin setur þeim sem
fæst tdð skýringar miðaldavísna. Því beinist tilraun mín ekki síst að því að
finna aðferðir er knýja mig til að huga að þáttum í vísunum sem hefur
verið of lítdLLL gaumur gefinn. En í sömu mund reyni ég auðvitað að skapa
mér grundvöll sem mér þykir henta almennt við myndlestur.
II
A fyrri hluta 20. aldar gerði I.A. Richards myndhvörfum ágæt skil í The
Philosophy ofRhetoric. Hann beindi sjónum að sköpunarmætti mannlegrar
hugsunar og taldi myndhvörf einkenna hana. Þau sagði hann að yrðu til
fyrir samverkan tvenns konar hugsana „um óhka hluti [...], sem studdar
væra af orði eða orðalagi er þægi merkingu sína af víxlverkuninni“.5 Hugs-
animar nefndi hanný»777z (e. tenor) og œki (e. vehicle).6 Segja má að ækið
sé hugmyndin sem kviknar ef hið myndhverfa orð, eða hin myndhverfu
orð, em skilin bókstaflegum skilningi en farmurinn sé hugmyndin sem
ækið flytur fram og lesendur átta sig á í krafti þröngs eða víðs sam-
hengis. Hjald?is merkir til dæmis samkvæmt orðsins hljóðan ,bardagaís‘
og þá er ækið fengið. En ef einhver segist munu draga „hjaldrís“ úr „spán-
um“, þ.e. ,shðrum‘, má ætla að farmurinn, sem ækið ber fram, sé ,sverð‘.8
Richards segir orðrétt um hugsanimar tvær: „In the simplest formulation, when we
use a metaphor we have two thoughts of different things active together and sup-
ported by a single word, or phrase, whose meaning is a resultant of their interac-
tion.“ I.A. Richards, The Philosophy ofRhetoric, Oxford og New York: Oxford Uni-
versityPress, 1971 [1936], bls. 93.
6 Tekið skal fram að orðið æki er einnig til í merkingunni ,vagnhlass‘ - sjá Ritmálsskrá
Orðabókar háskólans.
Samhengið getur verið lfrill texti, vísa eða saga, eða menning árþúsunda, sjá Rich-
ards, The Philosophy of Rhetoric, bls. 93 og 96—97. Um farminn og ækið segir hann:
„[...] the tenor, as I am calling it - [is] the tmderlying idea or principal subject which
the vehicle or figure means“, bls. 97.
8 Við bætist auðvitað sú hefð að „Vopn og herklæði skal kenna til orrustu“ og orðið ís
er þekkt úr kenningum um sverð, sjá Snorra Edda, Arm Bjömsson bjó til prentunar,
Reykjavík: Iðunn, 1975, bls. 194 og Lexicon Poetiaim. Antiquæ Linguæ Septentrionalis,
Ordbog oroer det Norsk-blandske Skjaldesprog, upprunalega samið af Sveinbirm Egils-
syni, 2. útgáfa aukin af Finni Jónssyni, Kaupmannahöfri: Det Kongelige Nordiske
Oldskriftselskab, 1931, bls. 324.
!5