Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Side 19
ER DÁÐIN DÁÐ OG ÖRLÁTU MENNIRNIR ÖRLÁTIR?
kenndar í skólum - leita á huga ýmissa annarra sem kunna að lesa vís-
urnar, fremur en ,sjálfsprottnar‘ hugmyndir.15 Sú staðreynd dregur
reyndar líka fram ákveðna veikleika í hugmyndum Blacks: Hvenær er
,sjálfgefin‘ hugmynd lærð og viðtekin? Skrif hans um myndhvörf hafa
sætt gagnrýni16 en engu að síður má nýta þau til að leiða þanka túlkenda
á nýjar brautir. Eg vel mér kenningu í fyrri parti 23. vísu Gísla sögii.1'
Vísan hljóðar svo:
23. vísa Gísla sögn, styttri gerðar
Hver of veit nema hvassan
hjaldrís dragi Gísli,
átt mun fýrða frétta
færiván, úr spánum
alls sigrviðir segja
snyrti hrings af þingi,
drýgjum enn til dauða
dáð, Þorketil ráðinn [leturbr. mín].18
Hugsanleg samantekt:19
Hver of veit nema Gísli dragi
hvassan (hvasst) hjaldrís (bardaga-
ís, sverð) úr spánum (slíðrum) alls
(þar sem) sigrviðir (sigur-tré; þeir
sem hrósa sigri; vegendur Þorkels)
segja af þingi, snyrti hrings (þann
sem fágar sverð; þann sem fágar
armband) Þorketil (Þorkel) ráðinn
(af dögum).
Att fyrða (ætt manna; menn)
mun (munu) frétta færiván (að ég
hafi átt kost á að komast í færi við
vegendurna). Drýgjum enn dáð
(hetjudáð) til dauða.
15 Þetta fullyrði ég m.a. á grundvelli reynslu minnar sem kennara í íslenskum bók-
menntum.
16 Gagnrýni á hugmyndir Blacks kemur til að mynda fram hjá Þorsteini Gylfasyni, sjá
Þorsteinn Gylfason, Að hugsa á íslenzku, bls. 105.
17 Bent skal á að þessi útfærsla er sniðin að myndhvörfum annarrar gerðar en Black
tekur dæmi af.
18 Gísla saga Súrssonar, með formála, kortum, viðauka, skýringum og skrám, Aðalsteinn
Eyþórsson og Bergljót S. Kristjánsdóttdr önnuðust útgáfuna, Reykjavík: Mál og
menning, 1999, bls. 59. - í útgáfunni er stafsetning færð að nokkru til nútímahorfs
og htið svo á að „seggia“ í handriti sé ritglöp fýrir „segia“; stafréttan texta má sjá í
Den Norsk-Islandske Skjaldedigtning LA, útg. Finnur Jónsson, Kristiania: Gyldendal,
1912, bls. 105.
19 Eigi að gera margræðni vísunnar skil verður að gera ráð fyrir fleiri samantektum en
einni. Seinni tvær línumar í fjuri partinum má t.d. taka saman svo: ... alls sigrviðir
(sigur-tré, þeir sem hrósa sigri; vegendur Þorkels) segja snyrti hrings (þann sem
fágar sverð; þann sem fágar armband), Þorketil, ráðinn af þingi (þ.e. segja að séð hafi
verið til þess að Þorkell sé horfinn af þingi) o.s.ffv.
17