Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Page 21
ER DÁÐIN DÁÐ OG ÖRLÁTU MENNIRNIR ÖRLÁTIR?
hefnt hafa Vésteins líkt og sjálfnr hann, eða segjum bróðurbörn Auðar
sem fómað hefur öllu fyrir mann sinn og biður nú um að hann taki opn-
um örmum þeim sem em í sömu aðstöðu og hann.
Þar eð betri draumkonan hefur fyrr birst í sögunni og brýnt fyrir hinu
seka skáldi kristnar siðareglur, blasir við að samspilið milli kenningar-
innar og ramma lausamálsins veki upp kristnar hugmyndir hjá trúuðum
lesendum: Sverðinu tengjast þá hugmyndir um barnamorð, miskunnar-
leysi, ókristilegt framferði og sitthvað í þeim dúr. Þær rekast auðvitað
nöturlega á við hefndar- og orðstírshugmyndirnar sem rammi vísunnar
og upphafna miðið „hjaldrís“ kunna að sía inn í vitund lesenda án sam-
hengis við lausamálið. Allt hetjuhjal Gísla í vísurmi geta menn því séð
nýjum augum og hugsað nýjar hugsanir eins og: Hvað ætli krismum
sagnaritara á miðöldum hafi þótt um hetju sem kallaði það „færivon“ eða
,vænlegt tækifæri‘ þegar hún sá fyrir sér að hún gæti karmski drepið tvo
smástráka?
I útleggingum ffæðimanna á vísunni hef ég hvergi séð vikið að krism-
um hugmyndum, og ein skýring þess er eflaust sú að ekki er tekið nægi-
legt mið af lausamálinu.22 Sé unnið í anda Max Black eru kannski meiri
líkur á að kenningar uppljúkist mönnum í heildarsamhengi. Reyndar
mætti einnig sækja til skrifa Pauls Ricoeur. Hann nýtir sér þanka Ric-
hards og Blacks og telur vert að huga sérstaklega að spennu milli þeirra
eininga sem eiga hlut að myndhverfu tjáningunni eða m.ö.o. því sem er
ólíkt með þeim. Sé spennuhugtaldð notað við greiningu á myndhverfum
kenningum dróttkvæða mætti t.d. huga að:
1. Spennu innan kenningarinnar: spennu milh einstakra hða hennar.
2. „[Sjpennu innan fúhyrðingarinnar milli farms og ækis, milli miðs
og ramma“ vísunnar, „milli aðahnntaks og aukainntaks“.23
3. Spennu milli miðs og ramma lausamálsins og milli fullyrðingar-
innar allrar og lausamálsins.
4 Spennu milli óh'kra túlkana sem textinn gefur tilefni til.
Hér hef ég í huga skýringarhefðina frá Sveinbimi Egilssym til samtímans.
23 Paul Ricoeur, The Riile of Metaphor, Toronto og Buffalo: University of 'Ioronto
Press, 1977 [La métaphtrre vive 1975], bls. 247. Á ensku segir: „... tension within the
statement: between tenor and vehicle, between focus and frame, between principal
subject and secondary subject[.]“
19