Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Síða 24
BERGLJOT SOFFIA KRISTJANSDOTTIR
þrautvanir en spumingin er hvort mætti ekki oft greiða úr jhnsum
ágreiningsmálum og auka skilning bæði á textanum sem lesimi er og út-
leggingu hans, ef menn gengju spölkom á vegum hugrænu málfræðinnar
og veltu fyrir sér hvers vegna höfundar og túlkendur hugsa á þeim braut-
um sem þeir gera; menn með líkama sömu gerðar og hugsanaferli sömu
gerðar enda þótt þeir kunni að hfa í ólíkum samfélögum við óhkar menn-
ingaraðstæður.31
Eins og ég minntist á í upphafi telja hugffæðingar að skilningur
mannsins markist mjög af líkamanum og honum sé eiginlegt að hugsa í
metafórum. Þeir leiða rök að því að í huga manna séu yfirskipaðar meta-
fómr, þá ekki líkingar í venjulegum skilningi heldur metafónihugtök (e.
metaphorical concepts) sem marka hugsun þeirra og mál á kerfisbundmn
hátt. Menn hugsa og tala t.d. gjama um tímann sem peninga, eyða hon-
um og sóa.
Lakoff og Johnson gera reyndar báðir ráð fi,TÍr í bókum frá 1987 að
það sem kalla mætti myndmót (e. image schemata), komi skikk á reynslu
manna áður en hugtök koma til sögunnar.32 Meðal slíkra myndmóta er
RÝMIÐ (e. CONTAINER) sem sprettur af því að mannskepnan skjnjar lík-
amann sem lokað rými er hún lætur í fæðu, loft og fleira en losar einnig
við ýmsan úrgang. Menn hugsa í sem stystu máh um fjölda fyrirbæra sem
eins konar ílát. RÝAIISmjndmótinu tengist óhjáknæmilega hugmyndin
um mörk; í máli birtist hún t.d. í því að fólk fer út úr húsi og inn í annað
og í myndhverfu máli geta menn verið „úti í kuldanum“ þegar þeir ,eru
ekki í náðinni hjá einhverjum1 en „inni á gafli hjá“ þeim sem þeir eru
taldir rækta um of kynni við.
Hugfræðingar gera skýran greinarmun á metafórum - og metónymíu
- sem hugarfyrirbærum annars vegar og sem einkennum á máli hins
vegar - enda getur látbragð og mynd, svo dæmi séu nefnd, vitnað um
31 Sbr. Margaret H. Freeman, „Poetry and the scope of metaphor: Toward a cognitive
theory of literamre11, Metaphor and Metonymy at the Crossivads. A Cognitive Perspec-
tive, ritstj. Antonio Barcelona, Berlin og New York: Mouton de Gruyter, 2003, bls.
254 og 259 (t.d.). Þýðingu á þessari grein er að finna í þessu hefti Ritsins: „Ljóðlist
og víðfeðmi myndhvarfa: Drög að hugrænni bókmenntakenningu", þýð. María
Bjarkadóttir, bls. 191-230, sjá bls. 192.
32 Sjá Markjohnson, The Body in the Mind. The Bodily Basis ofMeaning, Imagination,
and Reason, Chicago og London: The University of Chicago Press, 1987, bls. 18—40
(t.d.); George Lakoff. Women, Fire, and Dangerous Things, What Categories Rroeal
about the Mind, Chicago og London: The University of Chicago Press, 1990 [1987],
bls. 271-275 (t.d.).