Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Side 25
ER DÁÐIN DÁÐ OG ÖRLÁTU MENNIRNIR ÖRLÁTIR?
metafórur hugans ekki síður en máltákn.33 Þeir leggja líka áherslu á að
drjúgur hluti hugarmetafóra sé vanabundinn og ómeðvitaður en gegnsýri
daglegt tal manna.34 Þar með er þó ekki sagt að myndhvörf í máli séu
almennt stirðnuð, að minnsta kostd ekki í eitt skipti fyrir öll eða að fullu
og öllu. Hugfræðingar hafa gagnrýnt hugmyndina um stirðnuð mynd-
hvörf (e. dead metaphors) og m.a. bent á að gera verði greinarmun á „sögu-
legum metafórum“ sem eru „útdauðar“ og „vanabundnum sem eru hluti
af kviku hugtakakerfi manna“.35 I skáldskap telja þeir unnið á skapandi
hátt með hið vanabundna.36
Lakoff og Johnson - og seinna Lakoff og Mark Turner - greindu á
sinni tíð metafóru og metónymíu sem tvænns konar hugarferli. Þeir sögðu
metafóruna vera aðferð til að skilja eitt fyrirbæri í ljósi annars (A er B) og
þjóna skilningi fyrst og fremst; meðan metónymían fælist í því að eitt
fýrirbæri stæði fyrir annað og gegndi öðru fremur tilvísunarhlutverki.3/
Þeir gerðu ráð fyrir að tvö hugtakasvið (e. conceptual domains'ý% ein-
kenndu metafóruna; hluta af einu sviði, upptakasviðinu (e. source domain),
væri varpað á annað ólíkt, svokallað marksvið (e. target domairí) til að auka
skilning á því. I tilviki metónymítmnar yrði vörpunin hins vegar innan
eins og sama sviðs.39
33 Sjá t.d. Zoltán Kövecses, Metaphor. A Practical Introduction, Oxford og New York:
Oxford University Press, 2002, bls. 57-66.
34 Sjá t.d. Sjá George Lakoff og Mark Johnson, Metaphors We Live By, bls. 139 og
George Lakoff og Mark Tumer, More than Cool Reason. A Field Guide to Poetic Meta-
phor, Chicago og London: The University of Chicago Press, 1989, bls. 1-2. - I
síðamefndu bókinni er fjallað um vísu eftir Markús Skeggjason en þá í enskri
þýðingu, sjá bls. 104-106.
35 George Lakoff og Mark Tumer, More than Cool Reason, bls. 128-131; sjá einrug
George Lakoff and Markjohnson, Philosophy in the Flesh, The Emhodied Mind and Its
Challenge to Westem Thought, New York: Basic Books, 1999, bls. 124—125.
36 Sjá t.d George Lakoff og Mark Turner, More than Cool Reason, bls. 26.
37 Sjá George Lakoff og Mark Johnson, Metaphors We Live By, bls. 36.
38 Hugtakasvið skilgreinir Kövecses meðal annars svo í riti sínu um metafórur: „[...]
huglæg framsetning eða þekking á hvaða samhangandi reynslugeira sem er. Menn
kalla slíkar framsetningar oft hugtök, t.d. hugtökin BYGGING eða HREYFING. Þekk-
ingin sem um ræðir felur bæði í sér þekkingu á gmnnþáttum sviðsins og þekkingu
á smáatriðum þess.“ Zoltán Kövecses, Metaphor, bls. 247-248. - A ensku segir:
„This is our conceptual representation, or knowledge, of any coherent segment of
experience. We often call such representations concepts, such as the concepts of
BUTLDING or MOTION. This knowledge involves both the knowledge of basic ele-
ments that constitute a domain and knowledge that is rich in detail.“
39 Sjá George Lakoff og Mark Tumer, More than Cool Reason, bls. 4 og 103-104.
23