Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Page 27
ER DÁÐIN DÁÐ OG ÖRLÁTU MENNIRNIR ÖRLÁTIR?
Ef gengið er á brautum hugrænu málfræðinnar má lýsa einföldum dæm-
um um metónymíu og metafóru svo:
þar sem brot af líkömum marrna
,stendur fyrir' þá í heilu lagi; vörpun á
sér m.ö.o. stað innan upptakasviðsins
fólk þannig að undirsviðið hálsar er
haft um það sem heild
þar sem upptökunum, ferðalagi, er
varpað á svið marksins, samstarfið.
eða:
af ílagssviðunum tveimur, ferðalagi og
samstaifi, er varpað á blandaða sviðið,
setninguna alla, en almenna sviðið
dregur fram það sem sameiginlegt er
með ílagssviðunum (sbr. Fauconnier og
Turner).
En þá er víst nóg rakið í bili af samtímakenningum og ástæða til að
snúa aftur að þeim sem eldri eru og annars konar.
Er ég skoða útleggingu mína á „eyðendr [...] fjarðar dags“ í ljósi
hugrænu málfræðinnar, fæ ég ekki betur séð en að RÝMISmyndmótið hafi
ýtt undir hana. Þegar ég skildi kenninguna sem ,ævidaga Gísla við Dýra-
fjörð1 las ég orðmyndina dags sem hluta í stað heildar, þ.e. daga, og leit
svo á að sem wílagi væri skáldið úti, ekki inni, þ.e. utan marka ,fjarðar
daga‘ en ekki innan þeirra. Eg gerði líka ráð fyrir - án þess að hugleiða
það sérstaklega - að það væri neikvætt að vera utan marka dagsins. Það
réðst auðvitað af þeirri einföldu staðreynd að sjónin er eitt af helstu
skihfingarvitum mannsins; að honum er birta nauðsynleg til að hann geti
conceptual metaphor“, Metaphor and Metonymy at the Crossroads, bls. 3 2-3 3. A ensku
segir Barcelona: „Metonymy is the conceptual mapping of a cogmtive domain onto
another domain, both domains being included in the same domain or ICM, so that
the source provides mental access to the target.“ - ICM er skammstöfun fyrir
„ideahzed cognitive models“ en það eru formgerðir sem Lakoff og félagar telja að
menn nýti til að skipuleggja þekkingu sína, sjá George Lakoff, Women, Fire and
Dangerous Things , bls. 68-76 (t.d.).
Góðir hálsar (metónymía) -
Þau standa á krossgötnm í
samstarfinu (metafóra) -
25