Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Page 29
ER DÁÐIN DÁÐ OG ÖRLÁTU MENNIRNIR ÖRLÁTIR?
C. Kenning ekki írónía heldur sársaukafull ásökun.
D. Nafnskiptin fela ekki aðeins í sér að kenningin fær nýja
merkingu heldur reynist sú andstæða hefðbundnu
merkingarinnar og blæs nýju lífi í hana; í samspili við aðrar
einingar textans víkkar merking hinnar tvíræðu kenningar svo
enn frekar.
Seinni skýringin felur í sér að tengslin milli hðanna í kenningunni verða
öll önnur en þegar skýrt er með hefðbundnum hætti og sömu sögu er að
segja um tengshn er skapast í krafti ólíkra túlkana sem tvíræðni
kenningarinnar veldur og samspil hennar við aðrar einingar vísu og lausa-
máls.
Sé orðið „eyðendr“ t.d. einungis skoðað sem hluti kenningarinnar er
það jákvætt orð í hefðbundnu skýringunni en fær neikvæðan svip, háðs-
svip - last með lofí kallar mælskufræðin það46 - þegar hugað er að því í
víðara samhengi. I óhefðbundnu skýringunni er orðið neikvætt, jafht
innan kenningarinnar sem vísunnar og frásagnarinnar í heild. Það orkar
einkar neikvætt af því að um er að ræða „eyðendr [...] fjarðar dags [letur-
br. mín]“ og þar með þá sem sktilja ekki annað eftir en ,fjarðar nótt‘.
Birtan sem ég minntist á fýrr tengist yfirskipaðri metafóru: JÁKVÆTT ER
BJART;4' sömu sögu er að segja um myrkrið: „NEIKVÆTT ER DIMMT (og
AFAR NEIKVÆTT ER SVART)“.48 Og í krafti þessara metafóra fær kenningin
„eyðendr [...] fjarðar dags“ ekki aðeins merkinguna ,þeir sem gera að
engu ævidaga Gísla við Dýrafjörðh Tengsl hennar við lausamáhð - þar
sem dregið er fram hve illa Bjartmarssynir standa sig við málsvöm Gísla
og þar með hvem hlut þeir eiga að því að hann er dæmdur í útlegð -
verða meðal annars til að vekja upp merkmguna ,þeir sem binda enda á
líf Gísla semfrjáls rnanns við Dýrafjörð‘. Frelsisskerðing er neikvæð, tengd
myrkri og sorta, það má til dæmis ráða af orðum eins og myrkvastofa/
myrkrastofa og svarthol49
46 Sjá t.d. Heinrich Lausberg, Handbach der literariscben Rhetorik. Eine Gnmdlegung der
Literaturwissenschaft, Stuttgart: Frank Steiner Verlag, 1990 [1973], bls. 303, §583.
4/ Auk dæmisins sem fyrr var tekið má neíria orðalag um fólk; það er bjart yfir því; það
birtir til hjá því eftir erfiðleika eða þyngsl o.s.frv.
48 Antonio Barcelona, „On the plausibility of claiming a metonymic motivation for
concepmal metaphor“, Metaphor and Metonymy at the Crossroads, bls. 39.
49 Fáist menn við sögulega málfræði gæm þeir líka bent á sifjar íslenska orðsins dýflissa
og rússneska orðsins temnij er merldr ,,‘dökkur, dimmur’“, Asgeir Blöndal Magn-
ússon, Islensk orðsifjabók, Reykjavík: Orðabók háskólans, 1989, bls. 139.
27