Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Page 37
MYNDIR MEINA
rökfærslu minni“ eða „þú sóar tíma mínum“, „þetta kostaði mig 15 mín-
útur“, „ég eyði ekki tíma mínum í svona vitleysu" og þannig mætti lengi
telja. Þeir álíta að þessar kerfisbundnu hugmyndir hafi einnig áhrif á
upplifun fólks og viðbrögð, það er að segja sá sem upplifir rökræður sem
stríð bregst við með allt öðrum hætti en einstaklingur sem liti til dæmis
á rökræður sem fallegan samleik og legði áherslu á fagurfræðilegt gildi
þeirra. Eins virðist tími og peningar óaðskiljanlegir í öllum þankagangi
mannsins sem bregst meðal annars við með því að greiða tímakaup og
mánaðarlaun.2 Undir þeim kringumstæðum er ólíklegt að nokkur muni
eftir því að einnig má ltkja tímanum við stöðugt rennsli stórfljóts sem
líður áfram og mun aldrei ganga til þurrðar. Myndhverfingar á borð við
þessar stirðna hins vegar við daglega notkun og að lokum hættir fólk að
taka eftir þeim.
Með þessum hætti leggja þeir Lakoff og Johnson grunninn að kenn-
ingum sínum og grafa undan þeirri hugmynd að myndhvörf tilheyri að-
eins skáldlegu eða ljóðrænu tungumáli. I raun og veru halda þeir því
fram að þau tilheyri ekki einu sinni tungumálinu sem slíku heldur séu
einkenni á allri hugsun mannsins. Sé það rétt niðurstaða ættu læknar og
aðrir sem starfa við heilbrigðisgeirann ekki að vera nein undantekning
þar á. Þótt orðræða læknisfræðinnar sé vissulega tæknileg, formföst og
hnitmiðuð kemur í ljós við nánari skoðun að hún er einnig uppfull af
myndhvörfum.
Upp, Upp
1 Metaphors We Live By fjalla þeir Lakoff og Johnson einnig um hug-
takakerfi sem byggja á staðsetningarlýsingum. I stað þess að ákveðin
fyrirbæri öðlist eiginleika annarra ólíkra fyrir tilstuðlan myndhvarfa, líkt
og áður var lýst, byggja svokölluð afstöðumyndhvörf á ímynduðu ferða-
lagi mannsins um óskilgreint rými. Sem dæmi nefha þeir hvernig heilsu-
far manna er gjarna túlkað þannig að það sé annaðhvort á leiðinni upp
eða niður. Heilsa og líf eru upp, veikindi og dauði eru niður, samkvæmt
Lakoff og Johnson. Þessi grunnmyndhvörf endurspeglast í orðanotkun
á borð við „hún er í toppformi“, „hann er á uppleið“, „hún er að ná sér
upp úr flensu“, „honum sló niður“ og svo ffamvegis. Þessi afstöðumynd-
hvörf rekja þeir til þess að alvarleg veikindi neyði flesta til að leggjast í
2 Lakoff og Johnson, Metaphors We Live By, bls. 5-9.
35