Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Page 42
GUÐRÚN LÁRA PÉTURSDÓTTIR
hvörf að líkaminn sé vél birtust einnig oft í orðræðu læknanna sem töluðu
til dæmis um þvagrásina sem pípulögn, að hægt væri að gera við lík-
amann, að líkaminn væri kerfi og svo framvegis. A móti var líkaminn
fyrir sjúklingtmum fremur umbúðir utan um sjálfið sem kom meðal ann-
ars fram í orðanotkuninni „í sjálfum mér“.u
Ef myndhvörf í orðræðu lækna eru til marks um hugmyndir þeirra
um sjúklinga sína er ljóst að of mikil áhersla er lögð á sjónarhorn sjúk-
dómsins. Það er hætt við því að einstaklingurinn týnist bak við tölur og
línurit og verði að viðfangi læknisins, spennandi ráðgáta fyrir hann að
leysa, getraun sem hann reynir hvað hann getur að leita að rétta svarinu
við. Ymislegt bendir þó til þess að læknar verði sífellt meðvitaðri um
þetta skarð sem orðræða þeirra heggur í samskipti sjúklinga og heil-
brigðiskerfisins. Þetta má meðal annars merkja á því að orðið sjúklingur
er óðum að víkja fyrir orðinu skjólstæðingur. Með því er einstaklingnum
gefið aukið vægi á móti sjúkdómnum.
Þrátt fyrir þetta geta læknar og skjólstæðingar átt samleið í margs
konar myndhvörfum, myndhvörfum sem sum hver hafa grafið um sig
svo djúpt í tungumálinu að fólk er löngu hætt að vera meðvitað um þau.
Kaffislettiir og kreistandi krabbar
Ekki þarf annað en að blaða lauslega í kennslubókum, uppsláttarritum
eða tímaritsgreinum um læknisfræði til að sjá að mönnum er tamt að
grípa til myndhvarfa þegar lýsa þarf líkamanum og þeim krankleikum
sem hann geta hrjáð. Þessi myndhvörf byggja hins vegar á ólíkum grunni
og lýsa ólíkum fyrirbærum. Til hagræðingar og útskýringar má skipta
þeim í þrjá flokka: í fyrsta lagi myndhvörf sem byggja á útlitslíkindum, í
öðru lagi myndhvörf sem lýsa aðstæðum og að lokum myndhvörf sem
byggja á eðlislíkindum. Vissulega eru þó ýmis fyrirbæri sem falla í fleiri
en einn flokk og jafhframt nokkur sem ekki er með góðu móti hægt að
skilgreina eftir þessu kerfi.
Orðræða læknavísindanna er samsett úr latneskum og grískum heit-
11 John R. Skelton, Andy M. Wearn og F. D. Richard Hobbs, „A concordance-based
study of metaphoric expressions used by general practitioners and patients in con-
sultation", British Joumal of Grneral Practice, 52(475), febrúar 2002, bls. 114—118,
bls. 116.
40