Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Page 44
GUÐRUN LARA PETURSD OTTIR
af líffærinu er snúið á hvolf; hamar.; steðja, ístað og kuðung er allt að finna
í innra eyra; orðið skúti er víða notað sem ending og vísar þá ætinlega til
holrýmis sem tengist yfirborði (hvort sem það er utan eða innan lík-
amans) gegnum göng og að lokum byggja mörg alþekkt heitri, til dæmis
skeifugöm, á líkingu.
Almenn líkamsskoðun er oft ffamkvæmd þegar komið er til læknis.
Markmið skoðunarinnar er meðal annars að leita eftir ummerkjum í
útliti skjólstæðings sem bent geta til sjúkleika. Eitt af því sem þarf að
kanna eru húðbreytingar, til dæmis cafe' au lait blettir sem eru, eins og
nafnið gefur til kynna, htabre^mngar í húð sem líkjast slettum mjólkur-
kaffis bæði að ht og lögun; spider nevi (köngulóarblettur) sem eru sjáan-
legar æðar í húð sem Kkjast könguló og target lesion (markskífuútbrot),
útbrot sem sem líkjast markskífu. Einnig þarf að skoða aðra þætti Ifk-
amans, hugsanlegar aflaganir úthma og fleira. Þá væri mögulegt að
læknirinn rækist til dæmis á einkenni á borð við swan neck (svansháls)
sem er aflögun á fingri vegna sinaslita sem veldur því að hann tekur á sig
lögun svansháls. Auk þessa er mörgum kvillum lýst með aðstoð líkinga
þótt þær endurspeglist ekki í heitum þeirra.
Myndhvöif sem byggja á lýsingu á aðstæðum
Hér er um að ræða myndhvörf sem eru allt annars eðlis en þau sem
byggja á útlitri. Þau lýsa ekki formi einhvers eða ásýnd þess heldur miðla
tilfinningu, annaðhvort líkamlegri eða huglægri. Lman þessa flokks má
greina tvær ólíkar tilhneigingar. Annars vegar er dregin upp mynd þar
sem líkt er eftir athöfnum annarra og hins vegar mynd sem lýsir afstöðu
einstaklingsins gagnvart umheinúnum.
Lýsingar á athöfiimn annarra tengjast nánast undantekningarlaust
verkjum. Þá er myndræn framsetning notuð til að núðla líkamlegri upp-
lifun með ýmsum lýsingarorðum, tú dæmis kremjandi, kreistandi, að-
þrengjaiidi, brennandi, svíðandi eða borandi. Stundum grípur fólk til enn
nákvæmari lýsinga og talar þá til dænús um að það sé eins og einhver hafi
slegið þaðP Oll þessi myndhvörf lýsa árás utanaðkomandi veru eða afls
en nánar verður vikið að slíku árásarmyndmáli síðar.
Lýsingar á afstöðu einstaklingsins gagnvart umheiminum koma hins
vegar víða fyrir í tengslum við geðsjúkdóma. Sjúklingar með geðraskanir
eiga oft erfitt með að orða upplifun sína með einföldum hætti og grípa
13 Skelton, Weam og Hobbs, General Practice, bls. 116.
42