Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Side 46
GUÐRÚN LÁRA PÉTURSDÓTTIR
fjölmörgum afleiðingum veirusýkingarinnar og sörnu einkenni geta fylgt
aragrúa annarra sjúkdóma. Það sem umfram allt einkeimir hins vegar
þennan sjúkdóm er brostið ónæmiskerfi, í stað þess að vera varinn gegn
utanaðkomandi sýklum er einstaklingurinn næmur flurir þeim öllum,
hann er alnæmur. Þó að illvígir sjúkdómar geti valdið ákveðinni lrkam-
legri rýrnun fer eyðing h'kamans auðvitað fyrst og fremst fram efdr and-
lát, þegar vefir og bein grotna niður og verða að mold. Með mynd-
hverfðu heiti á borð við eyðni er dauðinn því ævinlega nálægur sem
vafalaust ýtir undir vanlíðan sýktra einstaklinga og ótta almennings.
Drottning myndhvarfa læknavísindanna er krabbinn (cancer á ensku
og latínu, carcinoma á grísku). Hin hverfða merking krabbameins er allt-
umlykjandi. Heitið má rekja allt aftur til fimmtu aldar fyrir Krist þegar
Hippókrates, sjálfur guðfaðir vestrænna læknavísinda, notaði það yfir
æxlisvöxt sem hann hafði uppgötvað í brjósti við krufhingu en langar
æðar stóðu í allar áttir út frá æxlinu sjálfu svo það minnti hann helst á
krabba.16 Þannig spretta myndhvörfin um þennan illkynja sjúkdóm upp-
runalega frá útlitslíkindum. I dag er orðið krabbamein hins vegar notað
um allar gerðir illkynja sjúkdóma, meðal annars krabbamein í blóði sem
í sjálfu sér hefur ekkert form. Með tíð og tíma hefur merkingin því færst
nánast algjörlega yfir á svið eðlislíkinda. Krabbinn klípur og rífur í þá
sem af honum þjást, teygir anga sína út um allan líkamann, læsir klórn
sínum í allt sem hann nær til og heldur fast. Hann étur fólk upp af
grimmd og miskunnarleysi rándýrs og eirir engu. Það svið sem endur-
speglar eðli sjúkdómsins rennur svo aftur saman við upplifun sjúkling-
anna.
Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Carolu Skott sem gerð var á
krabbameinsdeild og birtust í tímaritinu Cancer Nursing kemur fram að
krabbameinssjúklingar nota myndhvörf fjálglega þegar þeir tjá sig um
sjúkdóm sinn. Þar er myndmál hernaðar og stríðs einna mest áberandi.
Sjúklingarnir upplifa meinið sem ókunnugt afl sem ruðst hefur inn í lík-
ama þeirra, það er óvinur eða óvelkomirm gestur sem hefur gert árás
sem þarf að berjast gegn. Þetta ástand einkennist hins vegar af ákveðinni
tvíbendni þar sem hið ókunnuga og framandi sest að inni í einstak-
lingnum og verður í raun hluti af honum sjálfum. Myndhvörf tengd lyfja-
meðferðinni, sem stundum reynist sjúklingunum enn erfiðari en ein-
16 Carola Skott, „Expressive Metaphors in Cancer Narratives", Cancer Nursing 25(3),
2002, bls. 230-235, bls. 231.
44