Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Page 48
GUÐRÚN LÁRA PÉTURSDÓTTIR
mengar allt mitt líf. Ég er hætt að vera til. Harm er ég og ég er
hann.19
Tvíbendnin sem Carola Skott lýsir í grein sinni um imndhvarfanotkun
fólks á krabbameinsdeild er augljós undir lok tihdmunarinnar. Sjúkdóm-
urinn og hinn sjúki eru eitt. En mynd Onnu Pálínu af skugganum sem
grúfir yfir lífi hennar tekur að bretnast efdr því sem á bókina líður. I stað
þess að berjast gegn krabbameininu tekur hún að reyna að ná sáttmn \dð
það. Þessi viðhorfsbreyting fer fyrst og fremst fram með því að búa til ný
myndhvörf:
Er hægt að lyfta sér upp úr þessu og horfa yfir sviðið? Finna
hvað þessi skuggi er í raun aumkunarverður? Harm getur ekki
að því gert þótt hann sé öllum til ama. Það er ekki hans sök að
allir vilja losna við hann. Hann heldur að hann sé vinsæll og
skemmtilegur. Hann er mættur! Aðalkarlinn! Búinn að
hlamma sér í sófann og segir sögur af sjálfum sér svo enginn
annar kemst að. Hann treður mér um tær en tekur ekki eftir
því. Hann veit ekki að hann er óvelkominn. Hann veit ekki
betur. Hann er stórt barn. Hann á bágt.20
Myndhvörfin hafa þróast og tekið breytingum. Enn er gesmrinn óvel-
kominn en hann hefur verið afklæddur öllum ógnvekjandi eiginleikum
sínum, hann er ekki vondur heldur aumkunarverður. Gestgjafinn, Anna
Pálína, hefur augjóslega vissa samúð með honum þrátt fyrir að hann sé
bæði sjálfumglaður og þreytandi. En umbreytingunni er ekki enn lokið:
[É]g sé að hann er ekki lengur stóri, ógnvekjandi skugginn.
Hann er breyttur. Hann er ekki einu sinni skuggi lengur.
Hann er gömul kona, frænka. Gömul, hrörleg ffænka. Krabba
frænka! Hún má nú reyndar muna fifil sinn fegurri, það er ekki
hægt að neita því. Varaliturinn á hrukkóttum vörunum er allt
of rauður og hún hefur litað út fyrir öðru megin. Augabrún-
irnar svartar og áberandi ofan við grænan augnskuggann.
Kinnaliturinn á þurram vöngunum er líka of rauður og eitt-
hvað illa heppnaður. Þegar hún var upp á sitt besta var hún
19 Anna Pálína Árnadóttir, Ótuktin, Reykjavík: Salka, 2004, bls. 83.
20 Sama rit, bls. 91-92.
46