Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Page 50
GUÐRÚN LÁRA PÉTURSDÓTTIR
beitti í raun sömu vopnum og andstæðingurinn. Baráttan gegn mynd-
hvöríunum er hér háð með myndhvörfum.
Sá einstaklingur sem sennilega hefur verið hvað mest áberandi í um-
ræðunni um myndhvörf og sjnkdóma er bandaríski rithöfundurhm Sus-
an Sontag. Arið 1978 kom út efdr hana bókin Illness as Metaphor sem
fjallar um þau myndhvörf sem eru ráðandi í orðræðunni um bæði berkla
og krabbamein. Arið 1988 íylgdi hún þeirri bók efrir með Aids and Its
Metaphors en þar er umfjöllunarefnið myndhvörf í tengslum við alnæmi,
sjúkdóm sem enn var óþekktur þegar f}nri bók hennar kom út. I þessum
verkum íjallar hún um þær ranghugmyndir sem spretta út frá mynd-
málinu sem umlykur áðurnefhda sjúkdóina. Hún bendir á að það sé rík
tilhneiging til að líta á krabbamein sem ilkan fyrirboða, leynilega innrás
og dauðadóm. Fólk er því hrætt við að nefha sjúkdóminn á naíh og jafh-
vel hafi verið til siðs að leyna þá sem af honum þjáðust ástandi sínu af
ótta við að vitneskjan ein kæmi þeim hálfa leið í gröfina. Eins vilja
margir krabbameinssjúklingar dylja veikindi sín að einhverju marki. Fyr-
ir vikið er krabbamein, líkt og berklar áður f\rrr, sveipað dulúðugum blæ
leyndarmálsins og þess sem ekki má tala um. Sontag bendir einnig á að
þótt einstaklingur sem hafi fengið hjartaáfall sé jafnlíklegur til að deyja
úr öðru sams konar áfalli innan fárra ára og krabbameinssjúklingur úr
sínum veikindum þá bregðist fólk við þessum sjúkdómum með ólíkum
hætti. Hjartaáfallið er í hugum flestra aðeins kerfisbilmr eða afmarkað
vandamál innan líkamans á meðan mimdinálið í kringmn krabbamein
gefur til k\’nna Hfandi ferli sem fer sínu fram með skelfilegum hætti.
Þessi ólíku myndhvörf móta viðbrögð fólks og gera það að verkrnn að
sjúkdómum á borð við krabbamein og berkla fylgir bæði skömm og
óæskileg dulúð.23
Sontag hefur þó hvað mest beitt sér gegn þeim baráttu- og stríðs-
myndhvörfum sem gjarnan er gripið til í tengslum við alvarleg veikindi.
Slikt er jafnvel enn meira áberandi í allri umræðu um alnæmi þar sem
veiran kemur að utan í bókstaflegri merkingu, andstætt krabbameininu
sem er sjálfsprottið. Sontag segir að myndhvörf tengd alnæmi mimii
einna helst á orðræðuna í kringum ofsóknaræði stjórnmálanna.24 Hún
23 Susan Sontag, Illness as Metaphor and Aids and Its metaphors, London: Penguin, 1991,
bls. 5-9.
24 Sama rit, bls. 103.
48