Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Page 53
MYNDIR MEINA
Tillitssemi og takmarkanir
Myndhvörf eru í eðli sínu leið mannshugarins til að skilja hið óþekkta.
Með því að bera ókunnug fyrirbæri saman við eitthvað sem er þekkt er
hið framandi gert skiljanlegt, það er sett í gegnum „þekkingarflokkun-
arvél“ eins og Da\hð Erlingsson kemst að orði í grein sinni „Frumdrög
til fagurfiræði: þekkingarfræði þess nykraða og feginleikans“.29 Kennsl-
unum sem verða til við þetta ferh fylgir hins vegar nokkur farangur.
Hverri myndhverfingu fylgja ákveðin hughrif og það eru ef til vill fyrst
og fremst þau sem gera það að verkum að fólk nýtur líkingamáls í
skáldskap. Þessi hughrif eru þó engu minni í þeim myndhvörfum sem er
að finna í orðræðu læknavísindanna. Mörgum nýbökuðum foreldrum
hefur til að mynda verið tjáð á fæðingardeildinni eða í ungbarnaeftirliti
að hvítvoðungurinn þeirra sé með englakoss eða storkabit. Töluvert al-
gengt er að börn fæðist með nokkurs konar valbrá á höfðinu, gjarnan á
enni og á hnakka. Þetta eru fullkomlega meinlausir blettir sem dofna
með tímanum og allar áhyggjur af þeim óþarfar enda endurspegla heitin
englakoss og storkabit það. Imyndin sem þeim fylgir er af einstaklingi
sem er svo glænýr í þessum heimi að hann ber enn merki eftir kveðju-
kossinn úr himnaríki eða bitfar eftir storkinn. Raunin er líka sú að fæstir
foreldrar hafa nokkrar áhyggjur af þessum húðbreytingum. Jarðar-
berjablettar er heiti á öðru meðfæddu en fullkomlega meinlausu fyrirbæri
sem gjarnan má sjá á húð kornabarna. Alþjóðaheiti þess er hins vegar
„hemangioma“ sem útleggja mætti „blóðæðaæxli“. Vart er að spyxja að
þeim viðbrögðum sem sá læknir fengi sem nefndi slíkt heiti í ungbarna-
vemdinni! Hér er því nánast um skrauthvörf að ræða. Farangurinn sem
fylgir þessum myndhvörfum kemur þannig til góða. Hann eyðir óþarfa
áhyggjum og ýtir undir ímyndir sem em svo heillandi að manni þykir
það jafnvel sérstakur heiður að vera fæddur með englakoss á enninu.
En orðræðan er ekki alltaf svona tillitssöm og farmur myndhvarfanna
getur verið vemlega íþyngjandi. Þótt krabbamein og alnæmi séu vissu-
lega alvarlegir sjúkdómar er enginn, allra síst sjúklingarnir og aðstand-
endur þeirra, bættari þó að myndhvörfin sem ríkja í kringum þá veki
hughrif hryllings og ótta. Öll þessi myndhvörf hafa fest rætur svo djúpt
í tungumálinu að fólk tekur ekki eftir þeim lengur. Engu að síður móta
29 Davíð Erlingsson, „Framdrög til fagurfræði: þekkingarfræði þess nykraða og fegin-
leikans“, Skorrdæla, ritstj- Bergljót Soffia Kristjánsdóttir og Matthías Viðar Sæ-
mundsson, Reykjavík: Háskólaútgáfan 2003, bls. 43-56, bls. 49.
51