Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Blaðsíða 54
GUÐRUN LARA PETURSDOTTIR
þau enn hugsunarhátt mannsins og viðbrögð við ástandinu sem þau eiga
að lýsa. Einn helsti galh þeirra, fyrir utan að vekja ímyndir óhugnaðar,
er að þau leggja nánast öll áherslu á líkamlegt ástand. Aður hefur verið
minnst á hvernig heitin tæring og eyðni vísa í hrörnun líkamans en það
sama má raunar segja tun ýmiss konar hversdagslegt orðalag á borð við
„hann er ekkert nema skinn og bein“ eða „hún er að detta í sundm'“ sem
einnig heyrist oft í tengslum við sjúkdóma. Með myndhvörfum á borð
við þessi er lítið gert úr andlegu atgervi sjúklinga sem getur verið al-
gjörlega óskert þótt líkaminn hafi látið á sjá. Raunar má vel hnynda sér
að það að greinast með lífshættulegan sjúkdóm bre}-ti lífssýn fólks með
áhrifamiklum hætti. Við slíkt áfall sér fólk tilveru sína gjarnan í öðru ljósi
og endurmetur lífsgildin. Margir láta ef til vil 1 gamla drauma rætast,
kunna betur að meta samverustundirnar með fjölskyddu og vinum og
upplifa áður óþekkta gleði eða þakklæti yfir öllu þessu smáa sem lífið
hefur upp á að bjóða. Veikindi eru ekki einfalt fyrirbæri og tilfinningarn-
ar sem þeim fýlgja ekki einsleitar. Þó að flestir sem greinast með alvar-
lega sjúkdóma upplifi væntanlega sorg, kvíða og ótta þá eru ef til vill
margir sem upplifa einnig að þeir hafi aldrei áður verið jafh „lifandi“ í
þeim skilningi að þeir gera sér grein fýrir núkilvægi lífsins og þess að
reyna að njóta hverrar stundar.30 Þessi hlið veikinda er útilokuð þegar
áherslan er einungis lögð á líkamlega hrörnmr og innrás óvelkominna
afla. Líkt og myndhverfingin rökræður eru stríð útilokar hugmyndina um
rökræður sem samleik byggðan á fagurfræðilegmn gildum, útiloka ríkj-
andi myndhvörf í tengslum við alnæmi og krabbamein að eitthvað gagn-
legt eða jákvætt geti verið fólgið í þeirri lífsreynslu að greinast með sjúk-
dóminn.
Myndhverfð heiti geta því bæði sefað hugann eða blásið til storms.
Það sama má raunar segja um hernaðarmyndmálið. Ekki er ólíklegt að
30 Ymsar rannsóknir hafa verið gerðar á viðhorfi fólks sem Iokið hefur krabbameins-
meðferð sem styðja þetta. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem birt var í tírna-
riti um hjúkrun búa margir þessara einstaklinga við góð lífsgæði og telja jafhvel að
þeir séu ánægðari með lífið en þeir sem ekki hafa gengið í gegnum sfipaða lífs-
reynslu (T. A. Kessler, „Contextual variables, emotional state, and current and ex-
pected quality of life in breast cancer survivors“, Oncol Nurs Forum. 29(7), ágúst
2002, bls. 1109-1116). Önnur rannsókn sýnir að margar þeirra kvenna sem hlotið
hafa bata efdr brjóstakrabbamein upplifa jákvæðar breytingar á lffi sínu eftir
meðferðina þótt þær glími einnig við kvíða og óvissu (K. H. Dow, B. R. Ferrell, S.
Leigh, J. Ly og P. Gulasekaram, „An evaluation of the quality of life among long-
term survivors of breast cancer“, Breast Cancer Res Treat. 39(3), 1996, bls. 261-273).
52