Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Page 57
Ingi Björn Guðnason
Ef ég væri borgin
Myndhvörf í skáldsögnnni Borg
eftir Rögnu Signrðardóttur*
Árið 1955 lýsti Hörður Ágústsson borginni með eftirfarandi orðum:
„Borgin, gatan og húsin eru eins og opin bók sem við lesum daglega vilj-
andi eða óviljandid41 Þessum orðum má snúa lauslega við og segja: Bók-
in, setningamar og orðin eru eins og borg sem við ferðumst um með því
að rekja okkur eftir blaðsíðum bókarinnar. Því bóklestur er nokkurs
konar ferðalag. Maður opnar bók og hverfur um leið inn í aðra veröld
sem kannski er hhðstæð þeirri sem maður þekkir sem veruleika. Maður
ber kennsl á staði, byggingar og jafhvel andrúmsloft. Að lestri loknum
horfa þessir hlutir öðmvísi við manni en áður. Texti bókarinnar, hinn
skáldaði heimur, hefur hreyft við vemleikanum. Bækur sem fjalla um
borgina geta á þennan hátt hreyft við skynjun og upplifun manns á
borginni. Til að ná utan um og skilja borgina er gjarnan notast við
tungumál skáldskaparins, í því samhengi skipta myndhvörf miklu máli.
Þau em leið til að henda reiður á flóknu táknkerfi borgarinnar. Sú hugs-
un að borgin sé táknkerfi á borð við tungumálið eða að hún sé eins konar
skáldskapareining er viðhorf eða leið til að skálja og tjá borgina. Þetta
birtist í fjölmörgum textum, bæði bókmenntatextum og fræðitextum um
borgir.
Arið 1993 kom út á Islandi bók sem fjallar um borgina á einstakan
hátt, a.m.k. í íslensku samhengi. Þessi bók er ferðalag um borg, ferðalag
* Eg vil þakka Bergljótu Kristjánsdóttur, Guðrúnu Láru Pétursdóttur, Hauki Ingvars-
syni og Jóni Karli Helgasyni fyrir góðar samræður, ábendingar og hvatningu á með-
an greinin var í smíðum.
1 Hörður Agústsson, „Byggingarlist“, Birtingiir, 1955:1, bls. 6—13, bls. 6.
55