Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Side 58
INGI BJÖRN GUÐNASON
sem getur hreyft við hugmyndum um borgina sem nútíma menningar-
fyrirbæri. Bókin heitir einfaldlega Borg og er fyrsta skáldsaga Rögnu Sig-
urðardóttur. Eg hygg að hún hafi farið íramhjá alltof mörgum þótt hún
hafi verið tilnefnd til Islensku bókmenntaverðlatmanna og fengið tölu-
verða fræðilega umfjölltm. Henni hefur meðal annars verið lýst sem
bókmenntaviðburði og efhistök hennar verið nefnd bókmenntalegt af-
rek.2 3 Enda er Borg fyrir margar sakir nýstárleg í íslenskri skáldsagnagerð,
bæði að formi og inntaki. Formið er meðal annars óvenjulegt vegna þess
að handritum að kvdkmynd eða auglýsingum er blandað við hefðbuncln-
ari skáldsagnatexta. Línuleg frásögn er einnig brotin upp, t.d. með end-
urteknum textabrotum og köflum, en samhliða því er bókv-erkið sjálft
nýtt til merkingarsköpunar með ólíkum leturgerðum, skáletri, feitletri,
daufn letri, og endurteknum köflum. Einnig má nefna að í tveim köflmn
bókarinnar er ákveðin tónlist nefnd sem eins konar undirleikur.' Það
merkilegasta við form þessarar skáldsögu, og það er að nokkru leyti efni
þessarar greinar, er að hún þiggur það að stórum hluta frá viðfangsefiú
sínu, þ.e. borginni. Bygging bókarinnar vísar því beint til viðfangsefnis-
ins og tekur hugmyndaheim þess til umfjöllunar og fyrirmyndar. Efni
sögunnar er veruleiki borgarinnar, margslungiim, samsettur og flókinn.
Borgin er því ekki einungis sögusvið verksins heldur er beinlínis fengist
við hana sem hugmynd.
Borgin sem lesendur kynnast á síðum skáldsögunnar á ekki margt
sameiginlegt með smáborginni Reykjavík ef frá er talin landfræðileg lega
þeirra beggja, því líkt og í hinni áþreifanlegu Reykjavíkurborg blasir Esj-
an við borgarbúum. A leið inn í borgina er ekið framhjá Rauðavatni og
sé horft í átt til borgarinnar frá álverksmiðju rétt utan við hana snýr
maður baki í Keili. Atriði sem greina borg skáldsögunnar ffá hinni raun-
verulegu Reykjavíkurborg eru mun veigameiri en þau sem sameina þær.
Borg skáldsögunnar er langt frá því að vera smáborg því hún hefúr til að
2 Kristján B. Jónasson, „Borg úr lofti. Um Borg eftir Rögnu Sigurðardóttur“, Tímarit
Ma'ls og mmningar, 1994: 4, bls. 124-127, bls. 124. Sjá einnig Ulfhildi Dagsdóttur,
„„Dásamlegt haust í borg minni.“ Um verk Rögnu Sigurðardóttur", Bókmennta-
vefurinn, slóðin er: http://www.bokmenntir.is/bokmenntavefurinn.nsf/pages/rit-
hofundur0196. Jón Karl Helgason hefur einnig fjallað um bókina í sainhengi við
þrjár aðrar borgarskáldsögur í greininni ,,„Og borgin tekur mig.“ Borgarkort fjög-
urra sagnaskálda", Skímir, 1999, bls. 481—493.
3 Ragna Sigurðardóttir, Borg, Reykjavík: Mál og menning, 1993, bls. 95 og 151. Hér
eftir verður vitnað til þessa verks með blaðsíðutali innan sviga í meginmáli.
56