Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Page 60
INGI BJORN GUÐNASON
borgarinnar þegar þær Úlla kynnast.4 Hún talar ekki mállýsku borgar-
innar sem er illskiljanleg þeim sem koma frá öðrum landshlutmn og á
því stundum erfitt með að skilja borgarbúa, þar á meðal Ullu. Vaka er
ekki eins nátengd borginni og Ulla og skynjar borgina því á annan hátt
og er sífellt að nema og greina hana: „I búðarglugga er fannhvítur kjóll,
ljóshærð stúlka brosir inni á kaffihúsi. Annar sporvagn fer hjá, í aftur-
glugganum sér hún ljóst hár bundið í tagl. UUa?“ (bls. 37). Vaka trúir á
kerfi og lifir og hrærist í einu shku, þ.e. tungumálinu sent hún fæst við í
námi sínu og starfi. Skipulag, röð og regla skipta hana miklu máh: „Hver
hlutur hefur sinn stað, er vandlega samanbrotinn og straujaður, og Vaka
hefur reiknað nákvæmlega út hvar hagkvæmast er að hafa hvað, sam-
kvæmt því hversu oft hún þarf að teygja sig og hversu langt efdr hinum
ýmsu flíkum“ (bls. 87).
Myndhvöifnm borgir
Skilin á milh ímyndar og áþreifanleika borga hafa lengi verið til um-
fjöllunar hjá fræðimönnum ekki síður en rithöfundum og kvikmynda-
gerðarmönnum sem nýtt hafa sér borgina sem efnivið. Orð félagsfræð-
ingsins Roberts Park frá árinu 1915 eru fræg í þessu sambandi en hann
lýsti stórborginni sem hugarástandi og vísaði þá einkum til þess að borg-
ir eru ekki aðeins áþreifanleg gangvirki og tilbúin mannvirki, heldur ekki
síður félagslegar athafnir og gjörðir fólks, eins konar lífrænt ferli íbúa
borgarinnar sem „semja“ borgina.3 Lærifaðir Roberts Park, þýski fræði-
maðurinn Georg Simmel, hafði reyndar hugleitt svipuð efhi í áhrifa-
mikilli grein frá árinu 1903 sem ber titilinn „Die Grosstadt und das
Geistesleben“ (Stórborgin og andlegt hf). Þar veltir Simmel því m.a.
Þetta setur skáldsöguna í samhengi við íslenska skáldsagnagerð á áhugaverðan hátt
en lengi fram efrir tuttugustu öldinni var borginni (þ.e. Reykjavík) ftTSt og fremst
lýst með augum aðkomumannsins. Sveitamaður eða -kona kemur til borgarinnar og
missir tengslin við uppruna sinn og missir fótanna. Fjöhnargar skáldsögur efrir-
stríðsáranna fjalla einmitt um ungar konur sem koma til borgarinnar, t.d.
Þórubækur Ragnheiðar Jónsdóttur og nokkrar skáldsögur Þórunnar Elfu.
Robert E. Park og Ernest W. Burgess, „The City. Suggestions for Investigation of
Human Behavior in the Urban Environment“, Tbe City, Chicago: The University'
of Chicago Press, 1984, bls. 1.
58