Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Blaðsíða 61
EF EG VÆRI BORGIN
fyrir sér hvemig ytra byrði stórborgarinnar getur orðið að innviðum
andlegs lífs íbúanna.6
En hvað er átt við með því að borgir séu hugarástand? Eru þær ekki
raunverulegir áþreifanlegir staðir? Er átt við að borgir séu tilbúningur -
skýjaborgir? Að sjálfsögðu ekki. Þær eru samsettar úr ímyndum og hug-
arburði annars vegar og áþreifanlegum hlutum eins og steinsteypu og
manníjölda hins vegar. Með öðrum orðum; borgin, eins og við uppbfum
hana í raun, er bæði áþreifanlega umhverfið sem við hræmmst í og hitt
sem við lærum að þekkja af skáldsögum, ljóðum, dagblöðum, bíómynd-
um, ljósmyndum, sjónvarpi og fleiru. Þetta er ekld ósvipað hugmyndum
Benedicts Anderson um þjóðríkið sem ímyndaðan stað eins og menn-
ingarfræðingurinn James Donald bendir á í bók sinni Imagining the Mod-
em City. Donald fjallar um sambandið á milli hinna áþreifanlegu staða
sem borgir óneitanlega eru og hins ímyndaða, þ.e. borgarinnar sem hug-
arástands. Hann spyr einfaldlega hvers vegna við ættum að smætta veru-
leika borga niður í hið áþreifanlega eingöngu, þ.e. múrsteina og stein-
steypu? Hugarástand hefur áþreifanlegar afleiðingar.
Það er forsenda framkvæmda.7
Að borgir séu samsetningur ímyndar og veruleika birtist kannski
einna best í því að myndhvörf hafa verið notuð til að lýsa skipulagi og
hönnun borga frá örófi alda. Þetta kemur ekki á óvart ef hafðar eru í
huga kenningar málvísindamannsins Georges Lakoff og heimspekings-
ins Marks Johnsson um að myndhverfingar einkenni alla mannlega
hugsun og gjörðir. Þau hugtakakerfi sem stjóma því hvemig við hugs-
um, högum okkur, skynjtun umhverfið og eigum við annað fólk era að
þeirra mati í eðfi sínu myndhverfð. Af þessum sökum er hversdagsleg
tilvera okkar í stórum dráttum byggð á myndhvörfum.8
Myndhverfingar um borgir era að öllum hkindum næstum jafn gaml-
ar þéttbýhsmynduninni sjálfri. Arkitektinn Kevin Lynch rekur þrjár ólík-
ar myndhverfingar sem hafa verið notaðar um borgir í gegnum aldirnar
í bók sinni Good City Form. I fyrsta lagi nefnir hann myndhverfingu sem
6 Georg Simmel, „The Metropolis and Mental life“, Georg Simmel on Individuality and
Social Forms, ritstj. Donald N. Levine, Chicago og London: The University of
Chicago Press, 1971, bls. 324-339, bls. 324—326.
James Donald, Imagining the Modem City, London: The Athlone Press, 1999, bls. 8.
8 George Lakoff og Mark Johnsson, Metaphors We Live By, Chicago og London: The
University of Chicago Press, 1980, bls. 3.
59