Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Page 62
INGI BJORN GUÐNASON
felur það í sér að borgin sé eins og alheimurinn - nokkurs konar vasa-
útgáfa af honum. Þéttbýlið á samk\'æmt þessu að vera töfrandi Kkan af
alheiminum og guðunum og er því leið til að tengja manneskjurnar við
þessa stórkostlegu krafta. Þetta á rætur að rekja aftmr tii upphafs þétt-
býlismyndunar þegar borgir urðu til sem miðstöðvar trúarhátíða. Onnur
myndhverfingin sem Lynch nefnir líkir borginni tdð vél en hún er næst-
um jafhgömul alheimsmyndhverfingunni því athugið að vélar eru ekki
einungis mótorar og þess háttar - mylluhjól og vagnhjól eni líka vélar. I
þriðja lagi er borginni líkt við lífræna heild á borð við líkama spendýrs.
Það kann að koma á óvart en þessi myndhverfing er langyngst - ekki
nema rétt rúmlega tvö hundruð ára gömul en hún á einkum rætur að
rekja til uppgangs líffræðinnar á nítjándu öld.°
I skáldsögunni Borg kemur bæði vélamyndhverfingin og lífverumynd-
hverfingin fyrir þegar borginni er lýst.10 Mest ber samt á lífverumynd-
hverfingunni sem verður að teljast eðlilegt þar sem hún hefur haft gríð-
arleg áhrif á skipulagsmál og hugsun um borgarlandslag síðustu tvö
hundruð ár. Hún lifir líka góðu lífi í samtímanum eins og sjá niátti
nýlega í Morgunblaðinu þar sem sagt var að lungu Reykjavíkurborgar
þjáðust af óbeinum reykingum en þar var vísað til mengunar af völdum
bílaumferðar á Miklubraut við Klambratún.11 Það er reyndar vert að
staldra aðeins við lungun - draga djúpt andann - þ\h í skáldsögmmi Borg
er einmitt kafli sem ber heitið „Lungu borgarinnar“.
Eins og ég nefhdi hér áðan er Ulla sú persóna bókarinnar sem á í
hvað nánustu lífrænu sambandi við borgina. I kaflanum skautar Ulla á
hjólaskautum um almenningsgarð í borginni snemma morguns:
Úlla andar djúpt og rennir sér hratt eftir stígntun. Trén eru
hluti af henni og borginni. Samruni og fullkomin hrynjandi.
Hjartslátturinn hraður í brjóstinu, saltbragð á vörunum. Blóð-
ið þýtur um æðarnar, fram í heitar kinnarnar. Allt er ein heild.
[...] Fyrir ofan óendanleikinn, fýrir neðan óendanleikinn. Inn í
trjágöng, undir laufkrónur og dansandi sólargeisla [...] Hún
9 Kevin Lynch, Good City Form, Cambridge, Massachusetts: MIT Press, 2001, bls.
73-98.
10 Það má jafhvel velta því fyr*r sér hvort alheimsmyndhverfingin komi ekki einnig fyr-
ir þegar stefið um að borgin sé allar borgir er haft í huga. Að minnsta kosti er borg
skáldsögunnar einhvers konar frummynd af borg.
11 „Lungu Reykjavíkur búa við óbeinar reykingar“, MorgunblaðiiS, 23. rnars 2006.
6o