Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Blaðsíða 64
INGI BJORN GUÐNASON
Lynch neíhir verk helsta boðbera módernísks borgarskipulags, fransk-
svissneska arkitektsins Le Corbusiers, sem dæmi um það þegar vélræn
myndhvörf liggja til grundvallar skipulagi borga. Le Corbusier lýsir til
að mynda breiðgötum fyrirmyndarborgar sinnar sem vélaröxlum.12 En
það er líka athyglisvert að hann talar um nauðsyn lungna fyrir borgina,
rétt eins og þeirra sem lýst er í skáldsögunni og á síðurn Morgunblaðsins.
Líkamsmyndhverfingar eru því samtvinnaðar hugsuninni urn borgir,
jafnvel í tilfellum þar sem hugmyndafræðin tekur sér hið vélræna til
fyrirmyndar. Astæða þess liggur sjálfsagt í því sem nefht var hér að ffam-
an, að okkur er frekar tamt að líkja líkamanum við vél og því eru skilin
á milli þessara myndhverfinga ekki eins skörp og tdrðist við fyrstu sýn.
Einnig verður að taka tillit til þess að jafnvel þótt hið há-móderníska
vélræna skipulag í anda Le Corbusiers hafi aldrei virkað eins vel í veru-
leikanum og á teikniborðinu, þá var það skipulag samt sem áður hugsað
fýrir manneskjur. Le Corbusier gerði sér í öllu falli grein fyrir því að
manneskjur þurfa á andrými að halda innan borgarmarkanna.
Borgin sem texti
í bókinni City Codes minnist bókmenntafræðingurinn Hana Wirth-
Nesher meðal annars á þann brotakennda veruleika sem borgarbúar
standa frammi fyrir dag hvern. Þeir vita að borgin er einhvers konar
heild en ná þrátt fyrir það ekki að nema hana og skilja sem slíka:
Borgir gefa fýrirheit um allsnægtir, sem reynast óaðgengilegar.
Af þeim sökum stendur borgarbúinn, góðu eða illu heilli,
ffamrni fyrir endalausum runum brotakenndra sýna, gloppum
- mannsmyndir rammaðar inn af gluggum háhýsa, mannmergð
séð úr þessum sömu gluggum, hálfdregin gluggatjöld, leigu-
bílar sem flytja ókunnuga, hávaði handan við vegg, lokaðar dyr
og árvakrir dyraverðir, götur á kortum eða handan næsta horns
en ekki í sjónmáli, falin svæði í nærliggjandi hverfum. Þegar
borgarbúinn stendur frammi fýrir þessu, óviljugur eða ófær
um að leiða það hjá sér, kemst hann ekki hjá því að endurraða
hinu óaðgengilega með ímyndunaraflinu. Þar sem enginn
borgarbúi er undanþeginn þessari brotakenndu útilokun og
12 Kevin Lynch, Good City Forvt, bls. 88.
6 2