Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Síða 65
EF ÉG VÆRI BORGIN
ímynchið'u endurröðunum, er sérhver borgarbúi að vissu leyti
utanaðkomandi.13
Þessi borgartilvera sem Wirth-Nesher lýsir er áhugaverð með tilliti til
persóna skáldsögunnar Borgar, einkum ef þær Ulla og Vaka eru bornar
saman. Þær hrærast að sjálísögðu báðar í þessari brotakenndu tdlveru en
á afar óbkan hátt. Það má segja að Vaka takist á við hana á meðan Úlla
einfaldlega er í henni. Vaka er beinhnis utanaðkomandi í borgartilver-
unni, enda er hún nýflutt þangað. Ulla er aftur á móti uppahn í borginni
og hefur enga þörf íýrir að skilja hana því hún er einfaldlega hluti af
lífrænni heild hennar: „Borgin er lifandi. Kraftmikil, óþreytandi, risa-
vaxinn Ifkami sem Úlla skynjar útí fingurgóma. Hlutar hans óaðskilj-
anlegir, innra skipulag og hegðun miðast stöðugt við að halda fullkomnu
jafiivægi. Hún andar í takt við þennan hkama“ (bls. 16). Vaka þarf hins
vegar nauðsynlega að skilja þau táknkerfi sem hún Kfir og hrærist í:
Hún nýtur þess að finna hlutum, orðum og hugmyndum rétt-
an stað, að finna rétta þýðingu á orði innan ákveðinnar setn-
ingar, kafla og bókar [...] Situr oft lengi við hillurnar og raðar
bókum, eins og að ef hún fyndi rétta kerfið í eitt skipti fýrir öll
myndi hið sama gerast í huga hennar. Hver hlutur myndi
eignast sinn stað og hún þyrfti ekki endalaust að vega og meta
upp á nýtt. Það sem eftir væri gæti hún þá notið þess að koma
öllu haganlega fýrir, finna nýjar tengingar, fýlla upp í eyður,
allt innan hins nýja kerfis. (bls. 87-88)
Þessi stöðuga leit Vöku að kerfi sem varpað gæti ljósi á tilveruna, og
aukið skilning á henni, á sér einnig stað þegar hún tekst á við borgina. I
einum kafla umfangsmikils rits í tveimur bindum, sem fjallar um hvers-
13 Hana ’Wirth-Nesher, City Codes. Reading the Modem Urban Novel, Cambridge: Cam-
bridge University Press, 1998, bls. 8-9: „Cities promise plentitude, but deliver inac-
cessibihty. As a result, the urbanite, for better or for worse, is faced with a never-
ending series of partial visibihties, of gaps - figures framed in the windows of
highrises, crowds observed from those same windows, partly drawn blinds, taxis
transporting strangers, noises from the other side of a wall, closed doors and vigilant
doormen, streets on maps or around the bend but never traversed, hidden enclaves
in adjacent neighborhoods. Faced with these and unable or unwilling to ignore
them, the city dweller ineritably reconstructs the inaccessible in his imagination.
Because no urbanite is exempt from this partial exclusion and imaginative recon-
struction, every urbanite is to some extent an outsider."
63