Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Page 66
INGI BJORN GUÐNASON
dagslífið, ræðir franski félagsfræðingnrinn Michel de Certeau uin borg-
ina sem texta. Kaflinn ber einfaldlega heitið ,dVIarches dans la ville“ (A
gangi um borgina) og lýsir meðal annars tvenns konar skilningi, eða
lestri, á borginni. Certeau bendir á það einkenni borga, að ofan ffá séð
eru þær skiljanlegt og læsilegt kerfi - í raun texti. Séðar frá jörðu eða á
götum úti eru borgir hins vegar samansafh tákna sem erfitt er að ráða í
sem eina heild.14 Til að unnt sé að lesa borgina sem kerfi er því nauð-
synlegt að hafa yfirsýn yfir hana. Eitt andartak upplifir Vaka borgina, og
sjálfa sig í henni, á þennan hátt:
Andartak sér hún sjálfa sig ofan frá, eins og hún stæði efst í
rauðum kirkjuturninum og horfði niður á torgið, lítinn hvítan
ferning. Sér sjálfa sig ganga inn á torgið, hún er dökkur depill
sem hreyfist hægt eins og lítdll maur og hana sundlar. Snún-
ingur jarðar gæti skyndilega kippt skínandi hvítu torginu und-
an fótum hennar, og sett annað torg í staðinn þar sem hún væri
önnur Vaka, í fortíð, framtíð eða draumi. Þar sem allt gæti á
öllum stundum verið allt öðruvísi en það er. Svo kemur hvítur
ferningurinn skyndilega æðandi upp á móti henni og hún
stendur aftur á torginu. (bls. 78)
í fýrrnefhdum bókarkafla notast Michel de Certeau við t\?ær goðsögu-
legar vísanir til að lýsa því sem hinn fótgangandi maður upplifir þegar
hann sér yfir borgina líkt og Vaka gerir örskotsstund í tilvitnuninni hér
að framan:
Verður maður að endingu að falla aftur niður í dimmt rýmið
þar sem múgurinn hreyfist fram og til baka, múgur sem þrátt
fýrir að vera sýnilegur að ofan, er ófær um að sjá að neðan? Það
er Ikarusar fall. A 110. hæð ávarpar sfinx-legt veggspjald með
14 Michel de Certeau, Tbe Practice of Everyday Life, þýð. Steven Rendall, Berkley, Los
Angeles og London: University of California Press, 1988, bls. 91-110. Bókin heitir
á frummáhnu L’Invention du quotidien I: Arts defaire og er fyrna bindið af tteimur þar
sem umfangsmiklar rannsóknir á hversdagstilverunni undir forystu Certeaus birtust.
Síðari bókin ber undirtitilinn Habiter, cuisiner og fjallar einkum urn búsetu og elda-
mennsku.
64