Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Page 67
EF EG VÆRI BORGIN
torræðum skilaboðtim, hinn fótgangandi mann sem á auga-
bragði breytist í sjáanda: It’s hard to be down whenyou’re up.15
Með því að vísa til íkarusar og Sfinxins beinir Michel de Certeau sjónum
að því að yfirsýn yfir borgina er á einhvem hátt forboðin - þetta er guð-
leg sýn. Tkams féll í hafið þegar hann flaug of nærri sófinni (veröld guð-
anna) á vængjum sem faðir hans smíðaði. Sfinxinn lagði torræða gátu
fyrir vegfarendur í Þebu og drap þá, gætu þeir ekki svarað. Sfinxlega
veggspjaldið hefur reyndar ekki að geyma spumingu heldur torræða
fullyrðingu sem vísar bæði til yfirsýnarinnar yfir borgina og stöðu manns
niðri á götu.
Sá skilningur sem hlýst við yfirsýn á borð við þá sem Vaka uppfifir
þessa örskotsstund yfir torginu, og Certeau lýsir hér að framan, er í raun
gagnslaus niðri á strætum borgarinnar. Líkt og Certeau bendir einnig á
kemur landfræðilegur og rúmffæðilegur skilningur yfirsýnarinnar að
litlu gagni í daglegu fifi. Hin læsilega heild er blekking sem ekki fær
staðist þegar kemur að því að nema og skfilja borgina á götum úti. Cert-
eau ifkir daglegum athöfnum borgarbúa sem ganga um borgina við skrif.
Þeir skrifa „texta“ borgarinnar án þess að geta lesið hann. Certeau bætir
því við að á göngu sinni um borgina séu borgarbúar ófærir um að sjá
rýmið sem þeir skapa með „skrifunum“. Þeir séu því jafh bfindir á það
og elskendur í örmum hvor annars.16 Að sjá borgina ofan frá sem skilj-
anlegt og læsilegt fyrirbæri er andstæða þess að „skrifa“ og „lesa“ borg-
ina í nokkurs konar bfindni, algjörlega samtvinnaður borginni. Yfirsýnin
er eins konar tilraun til að öðlast sýn og losna úr þessum ástúðlegu
örmum bfindninnar. Það er áhugavert að Ulla gerir engar tilraunir til að
öðlast sfika yfirsýn enda þarf hún ekki á henni að halda. Hún er samofin
borginni og fiður vel í faðmlögum við hana. Vaka virðist aftur á móti
hafa mikla þörf fyrir að sfita sig lausa úr þessum örmum og hefja sig upp
yfir borgina í einhverjum skififingi til að nema hana sem heild.
15 Michel de Certeau, The Practice ofEveryday Life, bls. 92: „Must one frnally fall back
into the dark space where crowds move back and forth, crowds that, though visible
from on high, are themselves unable to see down below? An Icarian fall. On the
110* floor, a poster, sphinx-like, addresses an enigmatic message to the pedestrian
who is for an instant transformed into a visionary: It’s hard to he dorum tvhenyou’re up.“
16 Sama rit, bls. 93.
65