Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Side 68
INGI BJORN GUÐNASON
Eins og þau Wlrth-Nesher og Certeau benda á er borgin illskálj-anleg
og ógreinileg sem heild í daglegu lífi borgarbúa á götum úti. Hins vegar
er hún greinanleg og skiljanleg séð ofan ffá eða á landabréfi. En sá
skilningur kemur að litlu gagni á götum úti, mitt í óreiðukenndu og
flóknu táknkerfi borgarinnar. Skilningsleysi hvers konar vekur ákveðna
óttatilfinningu, okkur líður illa þegar við skiljum ekki hluti og í því felst
ákveðin hætta. Oöryggi vaknar við þekkingarleysi en til að öðlast þekk-
ingu og skilning á borginni, til að geta lesið hana, þarf Vaka að finna
aðrar leiðir en hinar landfræðilegu og rúmfræðilegu aðferðir tdirsýnar-
innar. Fallið niður á torgið undirstrikar það. Leið Vöku til skilnings á
borginni er að nota aðferð mjmdhvarfa eða h'kinga.
Rdðiö í borgina með „þekkingarflokkunarvél“
Til að skoða þetta betur er gagnlegt að leita í smiðju Davíðs Erhngs-
sonar sem fjallar um þá þörf mannsins að leita þekkingar með ýmsum
aðferðum hugsunarinnar sem Davíð nefiair einu nafni VíSL (þ.e. vísindi,
skáldskap og listir). I greininrú „Frumdrög til fagurfræði: þekkmgarfræði
þess nykraða og feginleikans“ nefhir hann meðal annars að málborin
þekking sé meginþáttur og inntak þeirra Htsmunalegu tilbm'ða manns-
ins að bjarga sjálfum sér og styrkja og bæta heimkynni sín og menningu.
I því samhengi skipti mestu að eyða ótta og fjarlæga það sem er
hættulegt.17
Sú aðferð sem manneskjur nota til þess er í grundvallaratriðum að-
ferð líkingarinnar eða myndhverfingarinnar. Til þess að sættast við hið
óþekkta, öðlast þekkingu á þ\rí og þar af leiðandi öryggi, er hið óþekkta
borið saman við eitthvað kunnuglegt til að gera það skiljanlegt. Davíð
virðist sammála þeim Lakoff og Johnson um að slíkt sé í raun einkenni
á allri mannlegri hugsun. I gegnum sögur, leik og aðrar eftirlíkingar
lífsins er það sem við þekkjum ekki, og óttumst jafnvel, borið saman við
eitthvað kunnuglegt til úrlausnar á margvíslegum vandamálum í veru-
leikanum: „I slíkum leik eru hugmyndir (hvort heldur sprottnar af
reynslu-efhi eða uppkastaðar af ímynduninni) færðar til og bornar að
torþekkm og óþekktu til þess að sjá hvort það verður skiljanlegt. Þetta
17 Davíð Erlingsson, „Frumdrög til fagurfræði: þekkingarfræði þess n)rkraða og fegin-
leikans", Skoirdœla, ritstj- Bergljót Soffía Kristjánsdóttir og Matthías \aðar Sæ-
mundsson, Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2003, bls. 43-56, bls. 48.
66