Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Blaðsíða 69
EF ÉG VÆRI BORGIN
er saman-b'urðurmn eða yfirfæringin og viðmiðunarferfið metafóra að
verki, sem þekkingarflokkunarvél,“ segir Davíð.18
Sá efnislegi, eða áþreifanlegi, hlutur sem mannverur þekkja hvað best
er líkamirm og þá ekki síst manns eigin líkami. Það er því ekld nema
eðfilegt að hann sé notaður til samanburðar og viðmiðunar tdl að flokka
og þekkja hið ókunnuglega. Eins og þegar hefur komið fram eru líkams-
og fifverumyndhverfingar fyrirferðarmiklar í samhengi við borgina í
skáldsögunni. Vaka notar „þekkingarflokkunarvél“ myndhverfingarinn-
ar til þess að henda reiður á borginni og þá skiptir likaminn höfuð-máli.
Þegar Vaka hefur náð sambandi við borgina sér hún hana fyrir sér
sem sinn eigin líkama. Hún og borgin verða eitt:
Vaka er örugg og sæl. Inni í sínu húsi, í sinni borg, umlukt
rauðum múmum [...] Ef ég væri borgin, hugsar hún, væri
kjóllinn rauði múrinn sem umlykti mig. Kjóllinn væri virkis-
veggur minn og sá eða sú sem kæmist inn fyrir kæmi aldrei
söm eða samur aftur út. Borgin myndi greipa sig í hugann.
Skuggi hér, ilmur þar, handarkriki og skakkt bros, sprunga í
vegg og ör á hvítri húð, hvísluð orð og gengnar götur verða
aldrei aftur tekin. (bls. 92)
Þessi skynjun Vöku á borginni er ekki ósvipuð skynjtm Úllu, sem andar
í takt við líkama borgarinnar. Líkt og Úha fer Vaka að skynja borgina
með líkamanum og í raun sem sinn eigin líkama.
Þegar á söguna líður dregur tál tíðinda hjá Vöku. Svo virðist sem það
flosni upp úr ástarsambandi sem hún og Logi hafa átt í, a.m.k. er
sumarið hðið og sumarástarævintýri þeirra farið að kulna. Borgin hefur
breyst með haustinu og Vaka ef til vih líka. Um leið verður borgin
ókennileg og hættuleg, Vaka hættir að þekkja hana - hún er ekki sama
kerfi og áður. I kafla sem ber heitið „Út í buskann“ breytist upphfun
Vöku á borginni. Það er þoka í borginni og kaflinn er allt að því mar-
traðarkenndur þótt hann byrji vel og Vaka sé full sjálfsöryggis: „Þokan
skapar nýjan heim með því að fela hlutina og umbreyta þeim. A hverju
andartaki getur hún breyst úr notalegri hulu í viðsjárverðan andstæðing
[...] En Vaka er ekki villt. Hún veit hvar hún er og hvert götuhomið á
fætur öðru kemur henni kunnuglega fyrir sjónir“ (bls. 142). Stuttu síðar
18 Sama rit, bls. 49.
67