Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Page 71
EF EG VÆRI BORGIN
en svo algjörlega óskiljanleg: „Hún er villt. Gæti allt eins verið í annarri
borg því borgin er síbreytileg [...] Hún skilur ekld götunöfiiin lengur.
Tðrakibaas? Hún hristir höíuðið. Aklójsf?“ (bls. 146). Tilraun Vöku til
að skilja borgina með hhðsjón af líkama sínum er nokkurs konar korta-
gerð - lfkaminn verður svo að segja að korti af borginni. Þessi aðferð
myndhverfingarinnar er tilraun til að ná eins konar yfirsyn yfir borgina,
líkt og Certeau lýsir í dæminu hér að framan þar sem borgin verður
skiljanleg sem heild séð ofan frá. Þegar Vaka sér líkama sinn fyrir sér
lamaðan án þess að finna fyrir honum, eins og hún sér borgina fyrir sér
án þess að skynja hana, verður óreiðukennt og flókið táknkerfi borgar-
innar algjörlega ráðandi. Ef hugmynd Certeaus um borgina sem texta,
og göngu um borgina sem skrif, er höfð í huga verður Vaka bókstaflega
ólæs á táknkerfi borgarinnar við þessa upphfun. Hún fellur aftur niður í
ókunnuglegt og dimmt rými hinnar brotakenndu borgartilveru.
Vaka notar fleira en líkamann til að bera við borgina til að reyna að
skilja hana. Til dæmis finnur hún upp á þýðingaleik sem gengur út á að
bera einstaka hluta borgarinnar saman við sambærilega borgarhluta í
öðrum borgum. Þessi leikur er aðferð hennar til að kynnast borginni. I
leiknum birtist einnig sú þörf Vöku að flokka og finna hlutum og orðum
sinn rétta samastað. Þetta kallast svo aftur á við stefið „borgin er allar
borgir“ sem hvað eftir annað kemur fýrir í bókinni. I huganum fikrar
Vaka sig kerfisbundið gegnum borgina:
Frá fýrsta hverfi í norðausturhorninu og út í níunda, les sig
eftir ímynduðu korti eins og blaðsíðu í bók, frá vinstri til hægri
[...] I New York væri Laugavegurinn Broadway, í Amsterdam
Kalverstraat, Kaupmannahöfn Strikið. Vesmrbærinn væri norð-
urhluti Rotterdam, ellefta hverfi Parísar og Upper West í New
York. (bls. 92-93)
Þýðingarferli er í sjálfu sér ekki ósvipað því sem gerist þegar hugsun er
sett fram með myndhvörfúm. Lakoff og Johnson lýsa myndhvörfúm
þannig: „Kjarni myndhvarfa er að skilja og reyna einn hlut með hliðsjón
af öðrum.“19 Merkingarsköpun þýðinga felst einmitt í þessu, orð eða
orðasamband á frummálinu er skilið með hliðsjón af orði eða orða-
19 Lakoff og Johnsson, Metaphors We Live By, bls. 5: „The essence of metaphor is
understanding and experiencing one kind of thing in terms of another.“
69