Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Síða 73
EF EG VÆRI BORGIN
Gatan opnast út á lítið kyrrlátt torg. Svo lítdð að það stendur
varla undir naíni. Kannski væri réttar að kalla það hellulagðan
skika eða reit en eitthvað í andrúmsloftdnu er þannig að torg á
hér betur við.
Tilgangur þessa torgs er óljós. Ef til vill er það hluti af
borgarskipulaginu, nauðsynlegur hvíldarstaður vegfarendum
þreyttum á erli borgarinnar. Þó er það hvergi á korti að finna.
Torgið er ferhymt og jafnhliða, lagt ljósgráum hellum.
Að tveimur hliðum þess liggja mjóar götur, að þeirri þriðju
hvítmálaður húsveggur.
Að fjórðu hlið torgsins liggur óhirtur garður, umgirtur lágu
grænmáluðu grindverki. (bls. 43)
Þetta torg er að finna í Borg og inn á það vafra lesendur fjórum sinnum.
I hvert skipti er lýsingin nokkurn veginn sú sama, torgið er með öðrum
orðum alltaf sami staðurixm en þó er blæbrigðamunur á því enda á
lesandinn ekki alltaf leið um það á sama tíma dags. I fyrstu er komið inn
á torgið á eftirmiðdegi, því næst að morgni, svo aftur á eftirmiðdegi og
að lokum á miðnætti. Kaflarnir bera nöfh í samræmi við þann tíma dags
sem þangað er komið. Einn kaflinn er ólíkastur hinum, en það er síðari
kaflinn sem ber heitið „Eftirmiðdagur á torgi“. Kaflinn er prentaður
með daufu gráu letri ef frá eru talin örfá smáorð sem eru prentuð með
svörtu letri. Eins og Jón Karl Helgason hefur bent á virðist hugmyndin
sú „að draga fram þann blæbrigðamun sem er á milli þess að koma á
sama stað innan borgarinnar á ólíkum tímum sólarhringsins“.22
Það er einmitt þetta torg sem ýtir hvað mest undir þá tilfinningu að
skáldsagan Borg lúti sömu lögmálum og raunverulegar borgir - að ferðin
um skáldsöguna sé beinlínis ferð um borg. A torginu er lesandinn settur
í sama hlutverk og persónur bókarinnar, eða á maður að segja borg-
arinnar? Lesandi skáldsögunnar les borgina beinlínis í hvert sinn sem
hann vafrar inn á torgið á ferð sinni um Borg. A torginu er engin persóna
úr skáldsögunni, þar er enginn staddur nema lesandinn. Hann er eina
persóna þessara kafla. Torgið er ekki á neinn hátt hluti af framvindu
sögunnar, það þjónar engum tilgangi öðrum en þeim sem torg þjóna í
borgum. Það er hvíldarstaður, staður til að dvelja á án þess að eiga bein-
22 Jón Karl Helgason, ,,„Og borgin tekur mig““, bls. 482.
71