Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Page 74
INGI BJORN GUÐNASON
línis erindi eða þurfa að gera nokkuð annað en lesa næsta orð og virða
torgið þannig fyrir sér.
I raun snýr þessi hugsun um borgina sem texta og um textann sem
borg að skilunum á milb ímyndar og áþreifanleika borga sem vikið var
að hér í upphafi. Kannski væri samt réttara að segja að hún snúi einmitt
ekki að skilunum, heldur því að það eru engin skil á milh ímjmda og
áþreifanleika borga. Franski táknfræðingurinn Roland Barthes orðar
þetta svona:
Borgin er orðræða og þessi orðræða er sannarlega tungumál;
borgin talar til íbúa sinna, við tjáum borgina okkar, borgina
sem \dð erum í, einfaldlega með því að búa í henni, með því að
reika um hana, með því að virða hana fyrir okkmv '
I ritdómi um bók Rögnu bendir Kristján B. Jónasson á að það sé til
einhvers konar ímynd af stórborginni Reykjavík þar sem mannfjöldi
vafrar á milli kaffihúsa, þar sem fjöldi fólks gegnir helstu draumastörfum
Vesturlanda, fer út að borða á spennandi veitingastöðum og ræðir um
listfir, pólitík, markað og ferðalög en þarf líka að gæta sín á glæpahverfuin
þar sem byssubardagar eða önnur eins skelfing getur hvenær sem er átt
sér stað. Stórborgin Reykjavík er ímyndaður staður sem stundmn er lýst
í kvikmyndum og skáldsögum en á sér þó stærsta fyrirmynd á flöktandi
sjónvarpsskjám.24 Þessi ímynd af stórborginni Reykjavík er ekki ný af
nálinni, hún á sér langa sögu og nær allt til þess tíma þegar Reykavík var
aðeins smábær með nokkur þúsund íbúum. Svona hefst t.d. greinin
„Austurstrætd“ efidr Stein Steinarr ffá árinu 1934:
Stundum þegar ég er á gangi í Austurstræti, einmana og aura-
laus, og virði fyrir mér hið snyrtdlega, lífsglaða fólk, gljá-
brenndar bifreiðar og uppljómaða búðarglugga, sem hafa á
boðstólnum næstum því öll gæði veraldarinnar fyrir lítið, já
undursamlega lítdð verð, þá kemur það fyrir, þrátt fyrir mína
23 Roland Barthes, „Semiology and the Urban“, The City and the Sign: An Introduction
to Urban Setniotics, ritstj. M. Gottdiener og Aiexandros Ph. Lagopoulos, New York:
Columbia University Press, 1986, bls. 86-99: „The city is a discourse and this dis-
course is truly a language: the city speaks to its inhabitants, we speak our city, the
city where we are, simply by living in it, by wandering through it, by looking at it.“
24 Kristján B. Jónasson, „Borg úr lofri. Um Borg eftir Rögnu Sigurðardóttur“, bls.
124-127.
72