Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Síða 75
EF ÉG VÆRI BORGIN
persónulegu vesalmennsku, að hjarta mitt fylhst fögnuði og
jafnvel stolti yfir minni þjóð og minni borg, sem þrátt fyrir
þúsund ára umtalaða fátækt, jarðskjálfta og hýðingar, hefur
skapað þetta hf, þessa dýrð, þetta stræti - Austurstræti, sem er
hvað sem hver segir, ofurlítil vasaútgáfa af dýrð og glæsileika
erlendra stórborga.25
Þessi ofurlitla vasaútgáfa af stórborg sem Steinn lýsir er auðvitað ennþá
til, því það er hæpið að tala um Reykjavík sem stórborg enn sem komið
er að minnsta kosti. Vasaútgáfan er reyndar breytt ífá því sem hún var
árið 1934 en í grandvallaratriðum á það sama sér stað hjá Steini og
okkur sem búum í þessari borg. Stórborgin Reykjavík er nefiúlega ekki
blekking því hún er til, a.m.k. sem hugarástand, nú í dag hkt og fyrir
rúmum sjötíu árum. Hún er til sem samsláttur ímyndar og hins áþreif-
anlega. Nokkra daga á ári gerist það samt að ímynda er ekki þörf því
heimsborgin Reykjavík verður algjörlega áþreifanleg. Flestir íbúar
Reykjavíkur kannast við þessa daga þegar borgin breytir um svipmót
eins og hendi sé veifað bara við það eitt að hitastigið hækkar um tíu
gráður. Skyndilega breytast öh kaffihús í útikaffihús, borðum og stólum
er komið fyrir á gangstéttum, fólk flatmagar á Austurvelli án þess að eiga
nokkuð sérstakt erindi þangað annað en að dvelja þar og virða fyrir sér
fólkið og umhverfið.
Þannig er að ég var staddur í stórborginni Reykjavík í sumar sem leið,
sat við Austurvöll á einu af fjölmörgum útikaffihúsum borgarinnar með
kaldan drykk og las í hókinni Borg sem hér hefur verið til umfjöllunar.
Eg var að lesa kaflann þar sem þau Ulla og Logi lesa auglýsingabækling-
inn um borgina saman og til skiptis. Logi les fyrir Ullu:
Þegar gangan er hafin á ný liggur leiðin eftír götum sem
opnast út á stórt hvítt torg umkringt kirkjum og opin-
berum byggingum. Hringinn í kringum torgið eru úti-
kaffihús iðandi af Hfi og á sólríkum sumardögum gengur
kliður líflegra samræðna í bylgjum ydir heitt torgið.
23 Steinn Steinarr, „Austurstræti", Steinn Steinarr. Ævi og skoðanir, Reykjavík: Vaka-
Helgafell, 1995, bls. 71-74, bls. 71.
73