Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Síða 79
HVERS-KYNS SÆBORG?
hlið ítrekar einnig hinn sjónræna þátt umræðunnar um tæknimenningu
ahnennt og sýnir framá mikilvægi myndmáls fyrir tæknimenningu:
hvemig líftæknin og sæborgin birtist okkur í myndmáli, hvaða myndir
við gerum okkur af nýjustu tækni og vísindum og hvernig tæknin er ná-
tengd sjónmiðlun og sjónmiðlum.5 Og þessar ímyndir tæknimenningar
eru iðulega kynjaðar á einhvem hátt. Hingað til hefur lfkaini Amolds
Schwarzenegger (núverandi ríkisstjóra Kahfomíuríkis) verið þekktasta
og áhrifamesta birtingarmynd sæborgarinnar, í hki Terminatorsins, eða
gereyðandans, í samnefndum kvikmyndum. Terminatorinn er þó ekki
eina sæborgin sem Schwarzenegger hefur leikið, en inngrip tækni í Kk-
ama og persónuleika er algengt þema í myndurn hans. I einni þeirra,
Junior (1994), gekk hann meha að segja með barn í maganum, sem á
sinn hátt má segja að hafi verið hans atvinnutæki, þó ólíklegt sé að
Glitnir hafi þurft að koma að þeirri íjármögnun.
Þótt myndasögur, myndhst, auglýsingar, tölvuleikir og tónhstarmynd-
bönd og annað sjónrænt efiú sé mikilvægt, má gera ráð fyrir að kvik-
myndir hafi haft víðtækust áhrif á miðlun ímynda og jafnvel hönnun
tæknimenningar, og þá sérstaklega hvað varðar kynjun tækninnar. Fyrh
það fyrsta er óhætt að gera ráð fyrir að kvikmyndin nái einfaldlega til
stærri og breiðari hóps. Hinsvegar er nauðsynlegt að skoða kvikmyndina
í samhengi við aðra myndmiðla, en samhengi og samspil myndefhis úr
óhkum áttum er lykilatriði í orðræðugreiningu mynda eins og Gilhan
Rose hefur bent á. Almennt séð er markmið orðræðugreiningar að skoða
hvemig tiltekin orðræða er uppbyggð og hvemig hún framleiðir síðan
ákveðna tegund þekkmgar - og sannleika. Samkvæmt Rose em þrjú at-
riði mikilvæg í orðræðugreiningu:6
a) Að myndimar sem skoðaðar em spanni vítt svið. Kanna skal nokk-
uð magn mynda sem em í einhvers konar samhengi: í tíma, sögu
eða innan ákveðins rýmis.'
5 Donna Haraway, ,A Cyborg Manifesto: Science, Technology, and Socialist-Femin-
ism in the Late Twentieth Century“, Simians, Cyborgs and Wornen: The Reinvention of
Natnre, London: Routledge, 1991, bls. 149-181.
6 Orðræðugreiningin er byggð á kenningum ffanska fræðimannsins Michels
Foucault. Gilhan Rose, Visual Methodologies: An Introduction to the Interpretation of
Vtsital Materials, London: Sage, 2001, kafli 6.
Rose leggur áherslu á að myndimar þurfi að koma úr ólíkum áttum, en ég álít það
ekki lykilatriði, það má vel hugsa sér orðræðugreiningu á afmörkuðum sviðum eða
svæðum.
77