Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Page 81
HVERS-KYNS SÆBORG?
ritmáli og oftar en ekki eru þessar kynjanir mótsagnakenndar, þótt vissu-
lega megi greina í þeim ákveðnar útlínur. Sterkasta kynjaða tengingin
við tækni er karlmennskan, en tæknimál og vélar hafa iðulega verið tengd
karlmennsku á einhvem hátt og tilheyrt sviði karla. I inngangi að riti
síhu um femínsima og tækni, Feminism Confronts Technology (1991) segir
Judy Wajkman: „Síðustu tvo áratugina hafa femínistar bent á einokun
karla yfir tækni sem mikálvæga uppsprettu valda þeirra.“9 I umræðu um
tengsl karlmennsku og tækni er vert að minna á að hér er verið að tala
um tæknina sem samfélagslegt fyrirbæri, ekki eitthvað sem stendur fyrir
utan okkar almenna veruleika í lokuðum heimi vísindanna, heldur tækn-
ina sem einn af mörgmn samfélagsþáttum, en þessi umfjöllun nálgast
tæknina á þeim forsendum. Annað sem er mikilvægt að minna á þegar
talað er um kynjanir af þessu tagi er að það er ekki gert ráð fyrir að þessi
kynjun sé eðlislæg, heldur einmitt félagslega áunnin, komin til af félags-
mótun, sem mótar hvort kyn eftír viðteknum hugmyndum um hvað er
kvenlegt og hvað karlmannlegt, og slíkar hugmyndir eru þá breytilegar
í tíma og rúmi.
Þessi áhersla á félagsmótun kemur þó ekki í veg fyrir að vísað sé til
khsja um eðlisbundna eiginleika í karlmennsku-tækni-umræðu, en því er
oft haldið fram að áhugi karla á tækni sé uppbót þeirra fyrir að geta ekki
átt böm, að þeir búi til tæknidót í staðinn og fái útrás fyrir sköpunar-
kraftínn þar. Þetta er svo oft tengt stríði, líkt og kemur fram í skammar-
ræðu Söm Connor (Linda Hamilton) í kvikmyndinni Terminator 2, en
þessi stríðstenging tækni og karlmennsku er algengt þema í fræðiritum
sem fjalla um kynjun tækni.10 Hér bætist nýr liður við tenginguna milfi
karla og tækni, en það er valdið. Vald yfir tækni er staðfesting á karl-
mennsku, auk þess sem tæknin býr yfir styrk og afli.11 Þannig verður
karlmaðurinn með tæknina á sínu valdi hetja, tæknitengingin skapar til-
9 Judy Wajkman, Feminism Confronts Tecbnology, Cambridge: Polity Press, 2000, bls.
ix.
10 Sjá sérstaklega The Social Shaping ofTechnology, önnur útg., ritstj. Donald MacKenzie
ogjudy Wajcman, Maidenhead og Philadelphia: Open University Press, 2003.
11 Sjá E. Maria Lohan, „Men, Masculinity and the Domestic Telephone: A Theo-
retical Framework for studying Gender and Technology“, fyrirlestur flutrnr fyrir
„Ireland in the European and Global ‘Information Society’ Conference", Dublin
24.-25. apríl 1997. Sjá http://www.dcu.ie/ communications/ iegis/ Marial2.htm,
síðast skoðað 4. maí 2006.
79