Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Blaðsíða 82
ULFHILDUR DAGSDOTTIR
tekna karlmannlega hetjuímtmd, sem Schwarzenegger í hlun erki Ter-
minatorsins er lýsandi dæmi um.
I grein um vélar og karlmennsku ijallar Ulf Mellström um það hvemig
karlmenn styrkja vináttubönd sín í krafd sameiginlegs áhuga á vélum og
þannig verður véhn og heimur tækninnar karlmannlegt svið.12 Hann
leggur mikla áherslu á að í þessu fehst mikil ánægja fyrir karlmenn, í
tækni og vélum eigi þeir sér sitt eigið áhugamál og finni eitthvað sem
þeir hafi gaman að. Þama kemur fram mjög mikilvægt atriði í þessari
umræðu, en það er erótísering tækninnar. Þn' líkt og Mellström bendir
á felur samband karlmennsku og tækni ævinlega í sér að tæknin er eró-
tíseruð á einhvem hátt - og þar með kvengervð, því til að halda hinni
gagnkynhneigðu karlmennsku stöðugri verður að kvengera vélina, hvort
sem hún er undir styrkri stjóm karlmannsins eða stjómlaus. Þarna koma
inn þessar skemmtilegu mótsagnir sem þegar hafa verið nefiidar, en
vélin gegnir hér tvöföldu kymhlutverki, annarsvegar sem tákn og fram-
lenging karlmennsku og hinsvegar sem kvengervður hlutur sem lýtur
stjóm karlsins. Einkabíllinn er gott dæmi um þetta, en hann er hvort-
tveggja í senn, táknmynd kraftmikillar vélar sem er á valdi ökumannsins
og ímynd, eða framlenging á egói sama ökumarms - sem er yfirleitt karl,
eða karlgerður í myndmálinu. Þannig er bíllinn bæði karllegur og kven-
legur og þetta gefnr til kynna að allar hugmymdir um einfalt kymgend á
vélum sé ómögulegt, vélin staðsetur sig ekki auðveldlega hjá öðra
kyninu.
Reyndar er þessi tenging milli karlmennsku og tækni orðin að svo
mikilli klisju að listamenn á borð við Markmiðs-teymið em farnir að
gera grín að henni, en í verkum sínum hafa þeir félagar einmitt leikið sér
með þessar tækjakarla- og strákaleikja-ímynd, með sérstakri áherslu á
fikt.13
12 Ulf Mellström, ,Machines and Masculine Subjectivity: Technology as an Integral
Part of Men’s Life Experiences“, Men and Masculinities, 6:4, 2004, bls. 368-382.
Þetta tímarit er gefið út af Sage og er á netinu, grein Mellströms, er að finna á slóð-
inni: http://jmm.sagepub.eom/cgi/content/refs/6/4/368, síðast skoðað 18. febniar
2005.
13 Sjá grein Inga Bjöms Guðnasonar, „Markmið“ í sýningarskránni Ný íslensk myndlist:
Um veruleikann, manninn og ímyndina, ritstj. Olafur Kvaran, Reykjavík: Listasafn
íslands, 2004, bls. 42-43.
8o