Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Blaðsíða 83
HVERS-KYNS SÆBORG?
í skrifum sínum um sæborgina leggur Donna Haraway mikla áherslu
á að sæborgin kljúfi sig frá hefðbundnum kynjamyndrun og andstæðu-
pörum kynjanna, líkt og þeim sem birtast í fyrmefndum tengslum tækni
og karlmennsku.14 Haraway segir að sæborgin sé afkvæmi tengsla sjálf-
virkni og sjálfstæðis og sem slík er hún vera sem ávallt stendur á mörk-
um andstæðna viljaleysis og sjálfsákvörðunarréttar.15 Orð Haraway vísa
einnig til andstæðu vélar og manns; sjálfvirknin er í vélvirldnu og sjálf-
stæðið tilheyrir mennskunni. Eins og áður sagði er vélvirkið yfirleitt séð
sem einskonar framlenging á (karl)mennskunni, nánar tiltekið líkam-
anum, véfin bætir líkama okkar (upp) og þjónar honum. Þessi fram-
lenging birtist á bókstaflegan hátt í því að fyrstu alvöruróbótarnir vom
gerviarmar af ýmsu tagi sem sinntu öðra vélvirki, til dæmis samsetningu
bifreiða.
En vélvirkið á sér mun lengri sögu, allt aftur til klukkuverka endur-
reisnarinnar en frá og með sautjándu öld urðu vélbrúður ýmsar, ‘auto-
matons’ eða átómötur, afar vinsælar. Reyndar má rekja sögu vélbrúð-
unnar mun aftar í tíma, en vélbrúður birtast í grískum goðsögum og svo
virðist sem forn menningarsamfélög, grísk, babýlonísk, egypsk og kín-
versk, hafi öll búið til flókna mekanisma. Samkvæmt goðsögunni mun
Albertus Magnus hafa búið til róbot á þrettándu öld og til era teikningar
Leonardos da Vinci af róbot.16 Hvort þessi vélvirki vora til annarsstaðar
en í þessum textum er erfitt að segja til um, en í raun skiptir það ekki
máh hér, því þessi dæmi sýna að hugmyndin um vélbrúðuna, eftirmynd
manneskju í formi vélvirkis, er mjög gömul. Þetta gefur til kynna að
hugmyndin um tengingu manneskju og vélvirkis, eða jafnvel sýnin á
manneskjuna sem einskonar vél, hafi alltaf verið nærtæk. Þessar vélbrúð-
ur vora oftar en ekki smækkaðar myndir af lifandi manneskjum, krninar
14 Donna Har-away, „A Cyborg Manifesto: Science, Technology, and Socialist-Fem-
inism in the Late Twentieth Century“.
15 Tilvitnun tekin úr grein Chris Hables Gray, Stevens Mentor og Heidi J. Figueroa-
Sarriera, „Cyborgology: Constructing the Knowledge of Cybemetic Organisms11,
The Cyborg Handbook, ritstj. Chris Hables Gray, Heidi J. Figueroa-Sarriera og
Steven Mentor, London: Routledge, 1995, bls. 1-16, bls. 1.
16 Sjá um átómötur, vélvirki eða vélbrúður: Gaby Wood, Living Doll: A Magical History
of tbe Quest for Mechanical Life, London: Faber and Faber, 2002, Patricia S. Warrik,
The Cybemetic Imagination in Science Fiction, Cambridge, Massachusetts og London:
MIT, 1980, bls. 25-35. Sjá einnig ágæta samantekt á Wikipedia, http://en.wiki-
pedia.org/wiki/Automaton, síðast skoðað 10. maí 2006.
8i