Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Page 85
HVERS-KYNS SÆBORG?
dæmis í kvdkmyndumim Metropolis (1927) og Frankenstein (1931), svo
þekktustu dæmin séu nefnd.
Vélbrúður átjándu og nítjándu aldar voru böm, konur og karlar, og í
Metropolis er aðalvélmennið kvenkyns, en fljótlega breytast kynjahlut-
föllin og gervimenni verða aðallega karlkyns. Mögulega kemur það til
vegna áhrifa Frankensteins, það er skáldsögunnar og kvikmyndanna, en
gervimenni Frankensteins er frægasta sæborg allra tíma.19 Af þekktum
karlkynssæborgum má nefna eins og HAL í 2001: A Space Odyssey
(1968), R2-D2 og C-3PO í Star J%7T-myndunum (1977-2005), Termi-
nator (1984-2003) og RoboCop (1987-1993) í samnefhdum myndum,
Bishop í H//ew-myndunum (1979-1997), Sonny í I Robot (2004) og vél-
guðinn í Mtfírtr-myndunum (1999-2003). Þessar sæborgir eiga það allar
sameiginlegt að vera úrræðagóðar og sjálfstæðar, flestar þeirra em að
auki bæði sterkar og valdamiklar. Hér er áherslan því á sjálfsákvörð-
unarréttinn fremur en sjálfvirkni, sem er í takt við áðurnefnda tengingu
milh karla og tækni. Jafhframt era allar þessar sæborgir - utan vélguðinn
í The Matrix Revohition - fyrst og fremst vélrænir þjónar. Þær takmarkast
af forritum sínum jafnframt því að yfirstíga þau á einhvern hátt, ýmist
vegna bilana eða breytinga á þeim, eða, eins og í tilfelli RoboCop, vegna
þess að hinn lífræni, mennski hluti þeirra tekur yfir. Þjónshlutverkið,
forritunin, minnir okkur á að orðið ‘robot’, eða vélmenni, er dregið af
tékkneska orðinu yfir verkamann, en flestar þessar sæborgir em einnig
kallaðar vélmenni.20 Núorðið þykir orðið ‘robot’ eða vélmenni nokkuð
úrelt, ekki síst vegna þess að vél er ekki endilega lengur aðalmáhð, auk
þess sem það býr ekki yfir þeim þáttum sjálfræðis sem felast í hugtakinu
sæborg, að minnsta kosti eins og það hefur verið notað í fræðum og
skáldverkum. Þetta er þó ekki algilt, róbótar Isaacs Asimov, höfundar
smásagnasafiisins I Robot (1950) og fjölda annarra skáldsagna og smá-
19 Þó ber að geta þess að það eru bæði karl- og kvenvélmenni í hinu fræga róbóta-
leikriti Karels Capek, RUR, á ensku, Rosmms Univmal Robots, 1921, og ekki má gleyma
styttunni Galateu úr grísku goðsögninni um Pygmalion, en hún er almennt talin
fyTsta hugmyndin að sæborg, eða gerviveru.
20 Róbóta-armar eru náttúrulega hka þjónar og áttu að frelsa verkamanninn frá færi-
bandavinnunni - en sköpuðu í staðinn atvinnuleysi. Þessi tenging verkamannsins,
vinnu hans og vélarinnar hefúr líka verið mikið til umræðu í tengslum við kynjun
tækninnar, því það voru fyrst og fremst störf karlmanna sem hurfu með tilkomu
tæknivæddra verksmiðja. Því hefúr vélin einnig verið séð sem ógn við karlmanninn
og karlmennsku hans, eins og síðar verður komið að í greininni.
§3