Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Síða 89
HVERS-KYNS SÆBORG?
ýkjunum í vaxtarrækt, en það gefur til kjnrna að þeir hafi gengið of langt
og að í stað þess að staðfesta karlmennskuna séu þeir komnir yfir á svið
kvenleikans, eða að minnsta kostd svið samkynhneigðar með sínum
klæðskipti- og drottningarhefðum sem ganga út á ýkjur. En Goldberg
tekur stíl leðurklæddra homma einmitt sem dæmi um þennan leik með
ýkta karlmennsku.
A þennan hátt sýnir Goldberg á fimlegan hátt framá hinar marg-
víslegu mótsagnir - ekki bara af kynlegum toga, heldur einnig pólitísk-
um - sem tengjast ævinlega sæborginni og ítrekar að það sé ekki hægt að
draga sæborga-myndir Schwarzeneggers saman í neina heildstæða
pólitíska eða kynbundna sýn. Þriðja Te?7ninator-mynám virkar næstum
því sem svar við eða útfærsla á þessum skrifúm Goldbergs, því þar virðist
mikið kynjaflökt í gangi. Upphafssenan er endurtekning á upphafssenu
annarrar myndarinnar, en þar gengur Terminatorinn nakinn inn á
skuggalegan bar mótorhjólagæja, finnur sér mann í svipaðri stærð og
tekur af honum fötin hans, mótorhjólið og sólgleraugun. I þriðju mynd-
inni reynist barinn vera strippbúlla og það er konukvöld. Terminatorinn
gengur nakinn inn og vekur óskipta aðdáun viðstaddra kvenna, en uppi
á sviði eru greinilega samkynhneigðir stripparar að hefja atriðið. Ter-
minatorinn gengur að sviðinu og skipar einum þeirra að afklæðast. Sá
svarar að bragði: Bíddu þangað til það kemur að þér. En Terminatorinn
bíður ekki efdr neinum, heldur ræðst á manninn og tekur leðurgallann
hans, gengur svo út og leitar í vösunum og finnur sólgleraugu með
blómaumgjörð og setur á sig. Efdr stutta umhugsun hafhar hann þeim.
Hér er augljóslega verið að ýkja upp þá ‘camp’-þætti sem Goldberg
greinir í fyrri myndum Schwarzeneggers, þar á meðal myndinni Pump-
inglron (1977) sem fjallar um vaxtarræktarferil hans. En kynjaleikurinn
endar ekki hér, því þegar hlutverk gamla og nýja Terminatorsins í þessari
þriðju mynd eru skoðuð nánar má sjá að þar hefur hlutverkunum verið
snúið við, og gamla sæborgin, ofur-karlmennskuímyndin, er í raun kom-
in í kvenlega stöðu gagnvart Terminatrixunni, sem eins og áður er sagt,
hefur nú þann hæfileika að ná öllum vélum á sitt vald. Ein vélin er
auð'vdtað gamh Terminatorinn sem sá nýi ræðst stöðugt á, og efdr að
hafa sigrað hann og næstum aflimað í sæborgaslag, þá endurforritar vél-
konan vélmennið í senu sem auðveldlega má skoða sem táknræna
nauðgun, því hún felur í sér að ílöngu tæki er stungið inní líkama Ter-
minatorsins.
87