Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Side 93
HVERS-KYNS SÆBORG?
að konan sé eftirtektarverð vegna útlits síns, það er að segja fegurðar.26
Þetta er að hluta til viðfangsefni Anne Balsamo í bók hennar Technologies
of the Gendered Body: Reading Cyhorg Women (1996), en þar ræðir hún
meðal annars fegrunarskurðaðgerðir.27 Fegrunariðnaðurinn, með sínum
skurðaðgerðum, síhkonfyllingum og ýmiss konar líkamlegum umform-
unum, er auðvitað mikilvægur hluti af íkonógrafíu sæborgarinnar og
með því er undirstrikað hve úthtið er mikilvægt fyrir sæborgina og
umræðuna um hana. Utlit, umbúðir, hönnun, stíll, allt eru þetta
lykilatriði þegar fjallað er um sæberpönk í kvikmyndum, og má ætla að
þetta sé annað atriði sem gerir sæborgina ‘kvenlega’ á einhvern hátt.28
Samkvæmt kenningum um sjónmenningu og myndlestur er ímyndin
alltaf skilgreind á kvenlegan hátt, sem óvirkt viðfang áhorfanda.29 Sæ-
borgarfræði eru nátengd sjónmenningu,30 enda er sæborgin alltaf fyrst
og fremst ímynd, hún er mynduð og mótuð í menningu og tækni og sem
sfík er hún alltaf einskonar eftirmynd - af manneskju, mennsku. Sæ-
borgina má þannig setja í samhengi kenninga franska póstmódernistans
Jeans Baudrillard um líkneskið, eftirmyndina sem hefur umskapað sjálfa
sig sem frummynd.31 Því hinn fullkomni og ómögulegi - mótaði - líkami
sæborgarinnar hefur orðið að fyrirmynd kvenímynda á tímum fegrunar-
iðnaðar. Að auki er sæborgin enn, að minnsta kosti að mestu, hugmynd,
menningarlegt myndmál eða myndhverfing kynja, mennsku, tækni,
26 Sbr. klassísk greining Lauru Mulvey á konunni sem uppsprettu sjónrænnar nautnar
í ^reininni „Sjónræn nautn og frásagnarkvikmyndin“, þýð. Heiða Jóhannsdóttir,
Afangar í kvikmyndafræðum, ritstj. Guðni Elísson, Reykjavík: Forlagið, 2003, bls.
330-341.
27 Eg ræði fegrunaraðgerðir í tengslum við sæborgina í grein minni „„Ulfa krásir":
Merkingarheimur mannshkamans“, Skírnir, haust 2006, bls. 357-378.
28 Sjá um mikilvægi útlits fyrir sæborgina í greinum mínum um vísindamyndir og sæ-
berpönk: „Við skulum vaka um dimmar nætur og horfa til himna: Marsbúar og sæ-
borgir og önnur ó-menni“, Heimur kvikmyndanna, ritstj. Guðni Elísson, Reykjavík:
art.is og Forlagið, 1999, bls. 476-492, og „Sæberpönk: bland í poka“, síðari hluti,
„Rústum diskótekinu: stjómleysi í nútíð“, Lesbók Morgunblaðsins, 16. júní 2001.
29 Sjá grein mína „Það gefúr auga leið: Sjónmenning, áhorf, ímyndir“, Ritið: 1/2005,
bls. 51-82.
30 Dæmi um þetta er bók Celiu Lury, Prosthetic Culture: Photography, Memoiy and Iden-
tity, London: Routledge, 1998. Haraway er lika þekkt fyrir kenningar sínar um
raunvísindi og augnaráð, sjá t.d. greinar í Simians, Cyborgs and Women.
31 Sjá Jean Baudrillard, „Framrás líkneskjanna“, þýð. Ólafur Gíslason, Frá eftirlíkingu
til eyðimerkur, Atvik 3, ritstj. Geir Svansson, Reykjavík: ReykjavíkurAkademían og
Bjartur, 2000, bls. 42-60.
91