Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Blaðsíða 94
ULFHILDUR DAGSDOTTIR
borga og barna. Þessi útlitsáhersla ítrekar jafnframt á skemmtilegan hátt
líkamninguna, efnisleik sæborgarinnar, sem jafhframt er oft verið að
reyna að hafna. Hluti af sæborgarkenningum tengjast genh-
greindarfræðum en ýmsir forsprakkar shkra fræða þrá ekkert heitara en
að geta losað sig við hinn holdlega þmiga líkamans og upplifa andlegt
frelsi í ljósvakanum.32
Shk upphafning anda }dir efni er ákaflega karlmannleg, en líkamimi
hefur löngum þótt heyra til hins kvenlega. Að sama skapi fellur það að
miklu leyti í hlut ktænsæborgarinnar að vera til sýnis, að vera mynduð
sem auðsveip og falleg ím}md til áhorfs og neyslu fyrir karlkjmið.
Jennifer Gonzáles ræðir þessar auðsveipu kvenímyndir í grein sinni uin
vélvirki og tekur ýmis dæmi, nieðal annars m}md af klukku í fornh konu
sem þæg og góð heldur utan um tímann: „Sem vél er hún birtmgarmynd
færni og listfengis bestu verkfræðinga sinnar tíðar. Sú staðreynd að hún
er færð í form kvenlíkama gefur til k}mna hlutverk hennar sem viðfangs
menningarlegrar fágunar og kynferðis.“33 Sem slík býr hún ekki yíir
miklu sjálfræði og Gonzales vill meina að svo sé um flestar kvensæborgir,
og að kvensæborgin ögri sjaldan hefðbmtdnum kynhluttærkum vest-
rænnar menningar.34 Vissulega birtist þessi hugmynd um hina auðsveipu
sæborg sem í raun er lítdð annað en hæfilega lífleg k}mlífsdúkka víða í
myndmáli sæborga, bæði í kvikmyndum og myndasögum. En þessi
ímynd er óstöðug eins og svo margt sem sæborgin kemst með klærnar í,
eins og reyndar kemur fram í grein Gonzáles, en hún tekur einnig dærni
um ýmsar birtingarmyndir sæborgar sem brjóta upp kyngervi og brjótast
þannig út úr erótískri hlutgervingu - án þess þó að missa sitt erótíska
aðdráttarafl.
32 Þetta er ein af þeim mótsögnum sem knýja sæberpönldð, sérstaklega eins og það
birtist í skrifum Williams Gibson. Annarsvegar er ofuráhersla á ummjaidun lík-
amans, sem undirstrikar hann, og hinsvegar er draumurinn um líkamslausa tilveru,
frelsi undan ‘kjötheimum’. Tveir róbótafræðingar eru þekktir f)TÍr umfjöllun um
möguleikann á hkamslausu lífi í hjáveruleika sæbóls, þeir Hans Moravec og Ray
Kurzweil. Sjá einnig um þetta grein Geirs Svanssonar, „Sýnd verund í hjáheimum:
Um upplifanir í staffænni vídd“ á síðu art.is, http://art.is/ (undir „@“ og „greinar/
articles"), síðast skoðað 11. maí 2006.
33 Jennifer Gonzáles, „Envisioning Cyborg Bodies: Notes ffom Current Research“,
The Cyborg Handbook, bls. 269.
34 Sama rit, bls. 270. I grein sinni leggur Gonzales einnig áherslu á kynþætti, líkt og
reyndar Haraway gerir í sínum sæborgaskrifum. Hér er þó ekki unnt að gera þeirri
umræðu skil.
92