Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Page 95
HVERS-KYNS SÆBORG?
Mynd 4
í þessu sambandi er vert að benda á að það er nokkuð algengt stef í
tískumyndum, auglýsingum jafnt sem tískuþáttum glanstímarita, að sýna
konuna sem einskonar dúkku, eða gínu. Þetta er gert með ýmsu móti,
stundum er það áferð myndarinnar og fatanna sem skapar tilfinningu
fýrir gervi, eða hreinlega plasti, í öðrum tilfellum er konan sjálf plöstuð
á einhvem hátt, mökuð efni sem gerir húð hennar gljáandi og óraun-
verulega. Þessi birtingarmynd kvenlíkamans á sér rætur aftur til átjándu
aldar, en þá var blómaskeið vaxKkana í kjölfar aukinnar áherslu á könnun
og kortlagningu líkamans.35 Færustu vaxgerðarmennimir störfuðu í
Flórens og þeir útbjuggu meðal annars frægar vaxbrúðir,36 kvenlíkama
sem þjónuðu þeim tilgangi að sýna meðal annars æxlunarfæri kvenna.
En það vekur eftirtekt að vaxbrúðimar era allar fagrar ásýndum, lík-
amamir ávalir og andlit þeirra og úthmir heihr og óskemmdir. Að auki
hggja þær í stellingum sem ekki er hægt að lýsa öðravísi en sem eró-
tískum (sjá mynd 4).37 Fræðikonan Elizabeth Bronfen hefur tekið þessar
vaxbrúðir sem dæmi um erótíseringu hins dauða kverdfkama, sem þá er
aftur ímynd hinnar auðsveipu konu.38 Og þessar vaxbrúðir ganga aftur í
35 Sjá fyrmefhda grein mína í Skírni, 2006.
36 Það hefur myndast hefð fyrir því að nota orðið brúður, en ekki brúða, um vaxmyndir
af þessu tagi.
37 Sjá Emylopaedia Anatomica, Museo La Specola Florence: A Complete Collectitm ofAna-
tomical Waxes, ritstj. Petra Lamers-Schiitze og Yvonne Havertz, Köln: Taschen,
1999.
38 Elisabeth Bronfen, Over Her Dead Body: Death, Femininity and the Aesthetic, Man-
chester: Manchester University Press, 1992. Kafh úr þeirri bók, „„Ailra ljóðrænasta
viðfangsefnið““, birtist í íslenskri þýðingu Amars Pálssonar, Sölva Bjöms Sigurðs-
sonar, Guðna Eh'ssonar og Jóns Olafssonar í Ritimi: 3/2003, bls. 183-206.
93