Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Page 96
ULFHILDUR DAGSDOTTIR
myndmáli tískuauglýsinga, en í
Dior-auglýsingu frá 2003 birtist
módel með plastyfirbragði og í
stellingu sem mimiir mjög á eina
vaxbrúðina (sjá m)md 5). Hér er
augljóslega á ferðinni enn ýktari
hlutgerving kvenlíkamans en sú
sem annars er viðtekin í tísku- og
fegurðariðnaði; kvenlíkaminn er
bókstaflega gerður að hlut og sem
slíkur er hann neysluvara, í sjón-
rænum sem og víðari skilningi.
Þessi hlutgerving felur síðan einn-
ig í sér mótun, kvenlíkaminn er
stevptur í mót og formaður eftir
tilteknum formúlum og ímyndum
kvenlegrar fegurðar, sem ávallt eni
hlaðnar hugmyndum um sjónræna
naum og auðsveipni. En eins og
Bronfen bendir á eru þessar auð-
sveipu konur varasamar, því þær
bera alltaf í sér dauðann og eru
áminning um nærveru hans og þannig geta þær orðið að ógn.
Japanska myndasagan um bardagaengillinn Alitu er gott dæmi um
tilraun karls til að búa til fagra og auðsveipa konu, tilraun sem mis-
heppnast að hluta tdl, því þótt Alita sé vissulega glæsileg er hún fjarri því
að láta vel að stjórn og endar með því að ógna því feðraveldi sem heirnur
hennar byggir á. Myndasagan um AJitu (á ensku Battle Angel Alita)
(1991) efrir Yukito Kishiro gerist í framtíðinni, en þar hafa orðið miklar
byltingar í tækni.39 Vísindamaður nokkur finnur sæborgarhöfuð á rusla-
haug og lífgar það við. Höfuðið er kvenkyns og hlýtur nafnið Alita og
vísindamaðurinn hefst handa við að finna því kvenlegan líkama. Meðal
annars setur hann á stúlkubarnið handleggi vændiskonu sem óvættur
39 Bækurnar í fyrst11 seríunni eru níu talsins og kom sú fyrsta út í enskri þýðingu 1995
og nú er komin önnur sería með álíka fjölda binda. Sjá nánar um bardagaengilinn
Alitu í grein minni ,Af englum: Crimson og Battle Angel Alita“, Engill tímans: Til
minningar um Matthías Viðar Sœmundsson, Reykjavík: JPV útgáfa, 2004, bls. 154—
161.
Mynd 5
94