Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Page 97
HVERS-KYNS SÆBORG?
Mynd 6
nokkur hefur myrt (sjá mynd 6). En Alita er ekki öll þar sem hún er séð,
í hennar kvenlega sæborgar-höfði býr sérstakur bardagakraftnr sem
hentar veikbyggðum útlimunum illa. Henni lendir saman við vísinda-
manninn, Kfgjafa sinn, því hún vill Kkama við hæfi, en neitar því hlut-
verlá að gerast ‘engill hússins’. Hann bregst illa við og það er ekki fyrr
en Ahta lendir í slag við óvættina og líkami hennar tætist upp, sem hann
neyðist til að gefa henni líkama við hæfi, berserkjaskrokk nokkurn sem í
fyrstu er sýndur karlkyns, en má endurforrita í kvenlegt form. Þetta er
náttúrulega mjög táknrænt athæfi, því annarsvegar er hér myndbirting
þeirrar hugmyndar að karlinn sé hið upphaflega eðla form og konan af-
myndun, endurforritun, á því. Hinsvegar sjáum við hér klárlega dæmi
um það að búa til kvenlíkama, forrita bókstaflega líkamann svo hann fylli
uppí réttar kvenlegar kúrfur, en hinn nýi líkami Alitu er afar sexí og
smart, enda sést hún efdr þetta aðeins í þröngum, svörtum, gljáandi
göllum. En, þrátt fyrir allt, hefur þetta í för með sér aukið ffelsi fyrir
AHtu, því með sinn þokkafulla líkama er hún líka flottasta, fljótasta og
hættulegasta bardagalistakonan á svæðinu. Þessi líkami er hennar vilji,
því í krafti hans brýst hún útúr því að vera hin auðsveipa upptrekkta
dúkka og verður að miklum skelfi yfirvalda og óvætta.
95